Inga Sæ­land, sem á sæti í undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd Al­þingis, segir vafa leika á því hvaða stöðu Birgir Þórarins­son hafi sem þing­maður, þar sem hann hafi ekki verið búinn að fá sam­þykkt kjör­bréf þegar hann til­kynnti um flutning úr Mið­flokki yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn.

Kæra barst undir­búnings­kjör­bréfa­nefndinni vegna vista­skipta Birgis. Þótt nefndinni sé ekki ætlað að úr­skurða sér­stak­lega um mál Birgis sé mál hans for­dæma­laust hvað það varði að hann hafi ekki verið kominn með sam­þykkt kjör­bréf þegar hann fór yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn.

„Það er mjög lög­fræði­lega for­vitni­legt með þessa kæru vegna Birgis hvernig stjórnar­skráin tryggir þing­mönnum sæti á­fram þótt þeir flytji sig, svo fremi sem þingið hafi sam­þykkt kjör­bréf við­komandi. Svo var ekki í til­viki Birgis,“ segir Inga.

Inga rifjar upp að þegar tveir þing­menn fóru frá Flokki fólksins yfir í Mið­flokkinn hafi þeir verið með sam­þykkt kjör­bréf og ekkert hægt að gera. Spurð hvort hún telji að Birgir sé land­laus í þing­mennsku eða þurfi jafn­vel að snúa aftur í Mið­flokkinn til að halda þing­mennsku, segir hún: „Ég er að segja að þetta er for­dæma­laus staða og ó­ljóst um af­leiðingarnar þar sem ekki var búið að gefa út hans kjör­bréf þegar hann færði sig á milli.“