Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, gagnrýnir harðlega nýja stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda sem koma inn í landið ólöglega. Þar eru börn og foreldrar þeirra aðskilin og börnin meðal annars geymd í vöruhúsum.

Laura Bush og George Bush á góðri stundu. Trump og Bush eru flokksbræður en Laura Bush hefur gagnrýnt harðlega nýja stefnu stjórnvalda í málefnum ólöglegra innflytjenda. EPA

Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hefur fordæmt umdeilda innflytjendastefnu Bandaríkjanna sem aðskilur fjölskyldur sem koma ólöglega inn í landið. Þetta gerir hún í opnu bréfi sem hún birtist Washington Post í dag. Í bréfinu segir hún stefnuna vera grimma, ómannúðlega og það brjóti í henni hjartað að ung börn séu aðskilin frá foreldrum sínum. 

Tæplega 2000 börn tekin á sex vikum

Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið.

Með bréfinu tekur Bush undir með fjölmörgum gangrýnisröddum, en í gær gagnrýndi núverandi forsetafrú, Melania Trump, stefnuna opinberlega með því að segja að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vefna stefnunnar. Donald Trump hefur sjálfur reynt að firra sig ábyrgð á stefnunni og bent á demókrata. 

Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd víða, þar á meðal af mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur stjörnuparið Chrissy Teigen og John Legent gefið milljónir í mannréttindasamtök sem vinna gegn stefnunni og talað opinberlega gegn henni.

Fréttablaðið/Getty

Börnin geymd í vöruhúsum

Börnin eru meðal annars geymd í vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Líkt og fyrr segir hafa þessar nýju aðgerðir stjórnarinnar verið harðlega gagnrýndar, meðal annars af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. 

Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni.

Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Erlent

Nýr ráðherra Brexit-mála skipaður

Erlent

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Auglýsing

Nýjast

Slökkviliðið glímir við stórbruna í Hafnarfirði

Guðlaugur Þór sendir 100 milljónir til Jemen

Þrjú út­köll og að­gerða­stjórnir í við­bragðs­stöðu

Þrettán smituðust af nóró­veiru á Skel­fisk­markaðnum

Dæmdur fyrir nauðgun: „Vá hvað þú ert dauð“

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Auglýsing