Beryl Howell, dómstjóri við alríkisdómstóll í Washington, segir að þeir sem réðust inn í þinghúsið fyrr í mánuðinum hafa framið „árás gegn bandaríska lýðræðinu.“ Alls er búið að höfða fleiri en 150 dómsmál vegna óeirðanna þann 6. janúar.
Howell sagði það vera augljóst að hópurinn sem var við þinghúsið þann 6. janúar hafi ætlað að trufla störf yfirvalda og að enn mætti sjá ummerki árásarinnar í borginni.
Maðurinn sem sat í stól Pelosi verður áfram í haldi
Richard „Bigo“ Barnett var meðal þeirra sem tóku þátt í óeirðunum en Barnett, sem er frá Arkansas, var meðal þeirra sem ruddust inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Hann sást sitja í stól Pelosi með fætur uppi á borði og er sagður hafa tekið meðal annars umslag sem var á skrifborði hennar. Hann hefur verið ákærður fyrir að koma inn á lokað svæði, að brjótast inn í þinghúsið, óspektir, og þjófnað.
„Þetta voru ekki friðsamleg mótmæli,“ sagði Howell eftir að hafa úrskurðað að Barnett þurfi að sitja í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir. Dómsmálaráðuneytið hafði þar áfrýjað fyrri úrskurði dómara en að minnsta kosti fjögur önnur áfrýjunarmál eru á áætlun.
Howell says DC is still living with the "consequences" of the assault on the Capitol, and calls the evidence against Barnett overwhelming. He "strutted" into Pelosi's office and "felt so entitled he put his feet on the desk" and took her mail.
— Zoe Tillman (@ZoeTillman) January 28, 2021
"Brazen, entitled, dangerous"
Ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar
Fimm manns, þar af einn lögreglumaður, létust í óeirðunum þar sem stuðningsmenn Donalds Trump söfnuðust saman til að mótmæla niðurstöðum forsetakosninganna. Þá frömdu tveir lögreglumenn sem voru við þinghúsið umræddan dag sjálfsvíg nokkrum dögum síðar.
Trump hefur verið formlega ákærður til embættismissis vegna málsins fyrir að hvetja til uppreisnar og mun öldungadeild Bandaríkjaþings taka málið fyrir í febrúar.
PERMANENT SECURITY FENCING coming to US Capitol.
— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) January 28, 2021
New statement from acting US Capitol Police chief: "Vast improvements to the physical security infrastructure must be made to include permanent fencing" pic.twitter.com/6JMPfcn1E9