Ber­yl Howell, dóm­stjóri við al­ríkis­dóms­tóll í Was­hington, segir að þeir sem réðust inn í þing­húsið fyrr í mánuðinum hafa framið „árás gegn banda­ríska lýð­ræðinu.“ Alls er búið að höfða fleiri en 150 dóms­mál vegna ó­eirðanna þann 6. janúar.

Howell sagði það vera aug­ljóst að hópurinn sem var við þing­húsið þann 6. janúar hafi ætlað að trufla störf yfir­valda og að enn mætti sjá um­merki á­rásarinnar í borginni.

Maðurinn sem sat í stól Pelosi verður áfram í haldi

Richard „Bigo“ Barnett var meðal þeirra sem tóku þátt í ó­eirðunum en Barnett, sem er frá Arkansas, var meðal þeirra sem ruddust inn á skrif­stofu Nan­cy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings.

Hann sást sitja í stól Pelosi með fætur uppi á borði og er sagður hafa tekið meðal annars um­slag sem var á skrif­borði hennar. Hann hefur verið á­kærður fyrir að koma inn á lokað svæði, að brjótast inn í þing­húsið, ó­spektir, og þjófnað.

„Þetta voru ekki frið­sam­leg mót­mæli,“ sagði Howell eftir að hafa úr­skurðað að Barnett þurfi að sitja í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir. Dóms­mála­ráðu­neytið hafði þar á­frýjað fyrri úr­skurði dómara en að minnsta kosti fjögur önnur á­frýjunar­mál eru á á­ætlun.

Ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar

Fimm manns, þar af einn lög­reglu­maður, létust í ó­eirðunum þar sem stuðnings­menn Donalds Trump söfnuðust saman til að mót­mæla niður­stöðum for­seta­kosninganna. Þá frömdu tveir lög­reglu­menn sem voru við þing­húsið um­ræddan dag sjálfs­víg nokkrum dögum síðar.

Trump hefur verið form­lega á­kærður til em­bættis­missis vegna málsins fyrir að hvetja til upp­reisnar og mun öldunga­deild Banda­ríkja­þings taka málið fyrir í febrúar.