Spánn

Segir nauðsynlegt að læra af Íslendingum

Utanríkisráðherra Katalóníu er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Hann talar um stöðuna í Katalóníu og réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar.

Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu. Fréttablaðið/Ernir

Það á að leysa málin á hinn íslenska hátt. Með viðræðum, atkvæðagreiðslum og friði,“ segir Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu en hann er í viðtali við Fréttablaðið í helgarblaðinu sem birtist á morgun.

Bosch ræðir við blaðið um réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar sem standa nú yfir í Madríd, framtíðarhorfur í sjálfstæðisbaráttunni og þann lærdóm sem hann segir að Katalónar geti dregið af íslensku sjálfstæðisbaráttunni.

Bosch segist ekki kominn til Íslands sérstaklega til þess að tala um réttarhöldin og sjálfstæðisbaráttuna. „Ég er kominn hingað því það er nauðsynlegt að læra af íslensku fordæmi. Við dáumst að ykkur og teljum að þið séuð ákaflega sjálfstæð, sem er gott. Þið elskið tungumálið ykkar og einkenni. Þið fenguð fullveldi fyrir um hundrað árum og hafið haldið því alla tíð síðan. Það er aðdáunarvert,“ segir hann og bætir við:

Katalónía er að sögn Bosch rólyndishérað og Katalónar afslappað en þó harðduglegt fólk. „En við eigum í vandræðum með spænska ríkið. Með einmitt þau vandræði gætuð þið hjálpað okkur af því að þið hafið reynsluna og þekkinguna til þess.“

Ítarlegt viðtal við Alfred Bosch birtist í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Spánn

Kata­lónar hrífast af ís­lensku leiðinni

Spánn

Rósa Björk segir fangelsun stjórn­mála­fólks ó­­líðandi

Spánn

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Auglýsing

Nýjast

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Auglýsing