Nato

Segir NATO-ríkin hafa sam­þykkt að hækka fram­lögin

Donald Trump segir að aðildar­ríki At­lants­hafs­banda­lagsins hafi sam­þykkt að auka fram­lag sitt til varnar­mála í tvö prósent af lands­fram­leiðslu hið minnsta. Hafði hann gagn­rýnt sum ríkin fyrir að gera ekki nógu vel í þeim efnum en kveðst nú sáttur. Banda­ríkin hafi fulla trú á NATO.

Trump hefur tröllatrú á NATO núna.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafi samþykkt að hækka framlög sín til varnarmála í tvö prósent af landsframleiðslu. Hafði hann gagnrýnt þau ríki sem ekki standast þetta viðmið, þá einkum Þjóðverja. BBC greinir frá.

„Við höfum náð ótrulegum árangri í dag,“ sagði Trump á blaðamannafundi sem boðaður var eftir neyðarfund aðildarríkjanna í morgun þar sem þessi mál voru einkum rædd. Angela Merkel hefur sagt að það væri augljós vilji aðildarríkjanna að skuldbinda sig bandalaginu. Trump sagði í gær að næsta markmið væri að hækka framlagsviðmiðið upp í fjögur prósent.

Hefur hann leitt að því líkur að hag Bandaríkjanna væri ef til vill betur borgið utan bandalagsins. Segir hann að það hafi líkast til verið ónauðsynlegt og neitar því nú að það hafi nokkurn tímann komið til greina.

„Ég trúi á NATO,“ sagði Trump að lokum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur ekki enn tjáð sig um niðurstöðu fundarins.

Uppfært kl. 11:22: AP greinir nú frá að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi sagt yfirlýsingu Trump ekki eiga við nein rök að styðjast. Aðildarríkin hafi ekki samþykkt neinar frekari breytingar um hækkun á framlögum til varnarmála. Frakkar muni halda áfram á þeirri braut að hækka framlagið upp í tvö prósent fyrir 2024 en lýsa yfir efasemdum með viðmiðið um fjögur prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nato

Leið­togar NATO boðuðu til neyðar­fundar

Nato

Trump segir Þjóð­verja í fjötrum Rússa

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Auglýsing

Nýjast

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Auglýsing