Æðsti vald­hafi í Hong Kong, Carri­e Lam, gagn­rýnir mót­mælendur í Hong Kong og segir að mót­mælin séu „skipu­lagðar ó­eirðir,“ að því er fram kemur á vef BBC. Til á­taka kom í gær á milli mót­mælenda og lög­reglu og urðu mót­mælendur að verjast vatns­prautum lög­reglu með regn­hlíf.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa tug­þúsundir mót­mælenda flykkst út á götur borgarinnar síðan á sunnu­daginn síðasta og kom í dag til á­taka á milli mót­mælenda og lög­reglunnar. Er frum­varpi yfir­valda mót­mælt en það kveður á um fram­sal­samning við Kína. Óttast mót­mælendur að frum­varpið geri kín­verskum yfir­völdum það auð­veldara fyrir að á­reita pólitíska and­stæðinga sína.

Lam hafnar með öllu full­yrðingum að hún gangi erinda kín­versku ríkis­stjórnarinnar vegna málsins. „Ég ólst upp hér með öllu fólkinu frá Hong Kong og ást mín á þessum stað hefur leitt mig að per­sónu­legum fórnum,“ segir Lam meðal annars.

Þá segir hún jafn­framt að mikil­vægir var­naglar séu í frum­varpinu sem tryggi mann­réttindi þeirra sem fram­seldir eru. Yfir­völd hafa full­yrt að frum­varpið sé nauð­syn­legt til að tryggja að rétt­vísinni sé full­nægt með full­nægjandi hætti yfir glæpa­mönnum þar í landi.

Tals­maður kín­verskra utan­ríkis­ráðu­neytisins hefur þver­tekið fyrir að kín­versk yfir­völd hafi sent fjölda öryggis­sveita til Hong Kong frá megin­landinu og full­yrt að um sé að ræða svo­kallaðar „fals­fréttir. “