Fréttir

Segir mót­mælendur hrópa: „Við viljum Trump“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir franska mótmælendur ekki vilja greiða háar fjárupphæðir fyrir það sem hugsanlega verndar umhverfið.

Forseti Bandaríkjanna segir mótmæli í Frakklandi sönnun þess að það hafi verið góð ákvörðun hjá Bandaríkjunum að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Fréttablaðið/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti kennir Parísarsamkomulaginu um vaxandi ólgu í Frakklandi. Mótmælt hefur verið á götum Parísar og annarra borga í Frakklandi hvern laugardag frá því 17. nóvember. Í upphafi gramdist mótmælendum fyrirhuguð hækkun eldsneytisskatts en nú hafa ýmis hugðarefni bæst á eld mótmælanna. 

Segir Trump mótmælin vera sönnun þess að það hafi verið góð ákvörðun hjá Bandaríkjastjórn að draga stuðning Bandaríkjanna við samkomulagið til baka, en það gerði forsetinn í fyrra.

„Parísarsamkomulagið er ekki að virka svo vel fyrir París,“ skrifaði Donald Trump á Twitter-síðu sína i morgun. „Mótmæli og óeirðir út um allt Frakkland. Fólk vill ekki borgar háar upphæðir, mest til þriðja heims ríkja(sem eru rekin á vafasaman máta), til þess að mögulega hjálpa umhverfinu,“ ritaði forsetinn og bætir við: „Hrópa: Við viljum Trump.“

Tíst forsetann kemur í kjölfar fjöldahandtöku í París, en meira en 200 mótmælendur voru handteknir á götum borgarinnar í dag. Lögregla í París hefur beitt táragasi á mótmælendur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Hvalveiðar

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Innlent

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Auglýsing

Nýjast

Lögreglunni sigað á húseiganda

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Net­verjar púa á nýja Mið­flokks­þing­menn

Rúm ein og hálf milljón í bætur í hóp­nauðgunar­máli

Mögu­leiki opnast fyrir nýju stjórnar­mynstri

Auglýsing