Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­seti borgar­stjórnar í Reykja­vík, telur að lokun Reykja­nes­brautar á dögunum vegna ó­færðar gefi meira til­efni en nokkru sinni til að leggjast í gaum­gæfi­lega skoðun á flug­lest milli höfuð­borgarinnar og Kefla­víkur­flug­vallar.

Of mikill þrýstingur skapaðist að hennar sögn á inn­viði Ís­lands á árinu sem leið. Mann­fjölgun á höfuð­borgar­svæðinu nemi 12.000 manns á nokkrum misserum. Auk þess hafi verið mjög snjó­þungt undan­farið og spáð sé þremur milljónum er­lendra ferða­manna innan tíðar. Það segi sig sjálft að mikið auka­á­lag skapist á inn­viði. Þegar Reykja­nes­brautinni var lokað á dögunum hafi ekki verið til nein vara­á­ætlun og 30.000 manns lent í vanda.

„Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er til­valið verk­efni að út­hýsa upp­byggingu lestar til Kefla­víkur ef verk­efnið reynist hag­kvæmt en á­kvörðun um þetta er vita­skuld á á­byrgð ríkisins,“ segir Þór­dís Lóa.

Hún segir að horfa verði langt fram í tímann er kemur að sam­göngum og minnka á­herslu á einka­bílinn í um­hverfis­legu til­liti.

„Við þurfum að skoða þetta mál af aukinni dýpt og á­kefð með aukna á­herslu á al­mennings­sam­göngur í huga.“

Spurð hvort hún tali sama máli og for­maður Við­reisnar á Al­þingi í þessum efnum, segist Þór­dís Lóa ekki hafa hug­mynd um það.

Hún tali sem for­seti borgar­stjórnar og á­huga­manneskja um at­vinnu­líf, ferða­þjónustu og um­hverfis­vernd.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­seti borgar­stjórnar í Reykja­vík.

„Þessi hug­mynd er al­gjör­lega þess virði að ræða hana frekar. Það eru ýmsir sem spyrja hvers vegna þeir komist ekki við komu í Kefla­vík í express-lest,“ segir Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, inntur eftir við­brögðum við hug­myndinni.

Hann telur þó að taka ætti um­ræðu um flug­lest úr sam­hengi við ó­færðar­pælingar. „Þetta er stærra mál en svo að við hendum upp lest bara af því að það varð ó­fært tvo daga á síðasta ári. En lest yrði ef­laust af­skap­lega góð við­bót við Kefla­víkur­flug­völl. Það stendur þó allt og fellur með hag­kvæmni.“

Sam­kvæmt at­hugunum sem gerðar hafa verið hleypur kostnaður við flug­lest að líkindum á 100 til 200 milljörðum króna.