Innlent

Segir Lilju þurfa að læra á andstreymi

Hannes Hólmsteinn segir að stjórnmálamenn þurfi að vera með sigg á sálinni.

Hannes beinir þeim orðum sínum til Lilju að láta ekki mótlæti á sig fá.

Margir hafa keppst við að hrósa Lilju Alfreðsdóttur eftir framgöngu hennar í Kastljósi í gærkvöldi. Þar ræddi Lilja um það hvaða áhrif gróf ummæli Miðflokksmanna á Klaustri hefur haft á hana.

Sjá einnig: Lilja ausin lofi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir hins vegar í færslu á Facebook að þó Lilja sé frambærilegur stjórnmálamaður þá „þarf hún að læra að kippa sér ekki upp við andstreymi“.

Hann vísar í orð Ólafs Thors, sem hafi sagt að hann væri með „sigg á sálinni“. „Stjórnmálamenn þurfa að vera með sigg á sálinni. Og þeir þurfa, eins og Ólafur sagði líka, að læra að kvíða ekki fyrir og sjá ekki eftir.“

Hannes deilir færslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn segir, eins og raunar fleiri hafa gert, að Lilja hafi staðið sig einkar vel í viðtalinu. „Forðaðist ekki kjarna málsins eins og Sigmundur Davíð sem kallar alla til ábyrgðar og leitast við að koma óorði á fjölda fólks.“

Í viðtalinu í gær kallaði Lilja Sigmund Davíð og félaga ofbeldismenn, fyrir framgöngu þeirra í samtalinu umrædda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Engin ný smit: Hefja hefð­bunda bólu­setningu á ný

Innlent

Bilun hjá Reiknings­stofu bankanna

Innlent

Starfs­fólk WOW tekur höndum saman

Auglýsing

Nýjast

Jeppa­fólk í vand­ræðum á Lang­­jökli

Óháð rannsókn á hryðjuverkunum í Christchurch

Toyota vinnur að annarri kynslóð GT86

Fundur hafinn hjá ríkis­sátta­semjara

Scott Walker er látinn

Framtíðarsýn Volvo um engin dauðsföll

Auglýsing