„Þetta er að sjálf­sögðu bara arfa­vit­laus hug­mynd sem skýtur reglu­lega upp kollinum,“ segir Haraldur Freyr Gísla­son for­maður Fé­lags leik­­skóla­­kennara í skrif­legu svari til Frétta­blaðsins, aðspurður um hvað sér finnist um þá hug­mynd að sér­stakur leik­skóli fyrir starfs­menn Land­spítalans verði settur á lag­girnar.

Í grein sem birtist í Frétta­blaðinu í gær sagði Þór­­dís Jóna Sigurðar­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri og fram­bjóðandi Við­reisnar að flokkurinn myndi beita sér fyrir því að stofna sér­­stakan leik­­skóla fyrir starfs­­menn Land­­spítalans.

„Vakta­vinna er ekki fjöl­­skyldu­væn og fátt í okkar sam­­fé­lagi sem styður við fjöl­­skyldu­­fólk í þeirri stöðu. Það er við­bótar­á­lag að finna út úr því hvar börnin eiga að vera þegar vaktirnar eru utan hefð­bundins vinnu­­tíma,“ segir hún meðal annars í gær.

„Hún byggir á þeirri hug­mynd ein­stak­linga að leik­skólinn eigi að vera eitt­hvað annað en hann er skil­greindur sam­kvæmt lögum sem er að vera mennta­stofnun fyrir börn,“ segir Haraldur og heldur því fram að fé­lagi leik­skóla­kennara hugnist ekki sú hug­mynd að sér­stakur leik­skóli verði stofnaður fyrir á­kveðna stétt.

„Fyrir utan það að slíkt úr­ræði út frá þeim lögum sem gilda um leik­skóla væri aldrei skóli heldur eitt­hvað allt annað.“

Svarið frá Haraldi má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Þetta er að sjálf­sögðu bara arfa­vit­laus hug­mynd sem skýtur reglu­lega upp kollinum. Hún byggir á þeirri hug­mynd ein­stak­linga að leik­skólinn eigi að vera eitt­hvað annað en hann er skil­greindur sam­kvæmt lögum sem er að vera mennta­stofnun fyrir börn.

Leik­skólinn starfar eftir lögum 90/2008. Það er ó­um­deilt og lög­bundið að eina „þjónustu­hlut­verk“ leik­skóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæða­menntun, upp­eldi og um­önnun með hlið­sjón af aldri þeirra og þroska. Fé­lagi leik­skóla­kennara hugnast alls ekki sú sýn sem birtist í þessari grein.

Land­spítalinn er rekinn af ríkinu. Ef ríkið vildi vera með ein­hvers­konar helgar-, kvöld- og mögu­lega nætur­pössun fyrir sitt starfs­fólk myndi það ein­fald­lega gera það. Að sveitar­fé­lag sé að leggja það til og taka þátt í að fjár­magna er að mínu mati í meira lagi sér­stakt. Fyrir utan það að slíkt úr­ræði út frá þeim lögum sem gilda um leik­skóla væri aldrei skóli heldur eitt­hvað allt annað.