Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í borginni, segir nýja ­könnun Frétta­blaðsins og Prósents von­brigði.

Fylgið er komið niður fyrir 20 prósent. „Þessi niður­staða veldur auð­vitað á­kveðnum von­brigðum og er langt frá þeim mark­miðum sem við setjum okkur,“ segir Hildur. Um­ræðan í lands­málunum hafi verið þung undan­far­nar vikur.

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknarflokksins, má aftur vel við una. Fram­sókn mælist með þrjá full­trúa en fækkar um þrjá í borgar­stjórnar­flokki Sjálf­stæðis­flokksins.

„Mark­mið Fram­­sóknar er að hafa á­hrif og knýja fram breytingar í borgar­­stjórn fyrir borgar­búa,“ segir Einar.