Kristín Soffía Jóns­dóttir, borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar, segir kjöt­bol Ey­þórs Arnalds, odd­vita Sjálf­stæðis­flokksins, hafa ýtt sér skrefi nær því að verða græn­keri. Þetta kemur fram í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.

Eins og greint var frá á mánu­daginn birti Ey­þór nokkuð um­deilda færslu á Face­book þar sem hann sagði vinstri mönnum að líta sér nær í um­ræðunni um að minnka fram­boð af kjöti í mötu­neytum Reykja­víkur­borgar. Í færslunn birti hann mynd, að því er virðist, af sjálfum sér í bol sem á stendur „KJÖT.“

„Þessi kjöt bolur ýtti mér skrefi nær því að verða græn­keri. Þetta er það versta. Ef ég væri ekki í fæðingar­or­lofi þá væri ég að elta Ey­þór um ráð­húsið til að gera grín að honum,“ skrifar Kristín á léttu nótunum á Twitter.

Kristín er ekki eini borgar­full­trúi meiri­hlutans sem hefur tjáð sig um færslu Ey­þórs en áður hefur Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata, sagt færsluna lýsa best lýð­skrumi Ey­þórs. Honum sé sama hvað sé rétt, viti vel að ekki standi til að troða vegan­isma ofan í kok borgar­búa og nýti öll tæki­færi til að skruma.