„Eftir að loka­tölur eru til­kynntar að morgni 26. septem­ber hófst at­burða­rás sem á sér enga stoð í lögum,“ segir í kæru Karls Gauta Hjalta­sonar til Al­þingis vegna endur­talningar at­kvæða í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Karl Gauti segir í kæru sinni að for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi hafi á­kveðið „upp á eigin spýtur, án kröfu frá nokkrum bærum aðila og án nokkurrar laga­heimildar“ að telja at­kvæðin aftur. Hann gagn­rýnir at­burða­rásina harð­lega.

„Getur sú lög­leysa sem stað­fest er að átti sér stað ekki á­kvarðað niður­stöðu al­þingis­kosninga. Að­búnaður kjör­gagna var ekki í neinu sam­ræmi við það sem lög bjóða,“ segir í kærunni. Lög hafi verið brotin í fjöl­mörgum mikil­vægum þáttum og úti­lokað að það sem fram hafi farið geti verið lagt til grund­vallar niður­stöðu í lýð­ræðis­legum kosningum.

Geð­þótta­á­kvarðanir við slíkar að­stæður eiga sér enga laga­stoð.

„Geð­þótta­á­kvarðanir við slíkar að­stæður eiga sér enga laga­stoð,“ segir í kæru Karls sem krefst þess að Al­þingi á­kveði að loka­tölur eins og þær voru til­kynntar með form­legum hætti að morgni 26. septem­ber 2021 séu hinar einu réttu og mark­tæku.

„Eftir að talningu lauk um morguninn og loka­tölur voru lesnar upp var fundi yfir­kjör­stjórnar frestað til kl. 13.00. Samt sem áður er nú ljóst að for­maður yfir­kjör­stjórnar mætti rúmum klukku­tíma áður (klukkan 11.46) og var þá einn innan um ó­inn­sigluð kjör­gögnin í nánast hálfa klukku­stund, sem er í beinni and­stöðu við skýr á­kvæði kosninga­laga,“ segir meðal annars í kæru Karls Gauta þar sem ítar­lega er farið yfir fjöl­marga aðra agnúa sem þing­maðurinn fyrr­verandi telur hafa verið á endur­talningunni.