Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, hét því á fundi með for­seta Tævans, Tsai Ing-wen í nótt að Banda­ríkin myndu standa dyggi­lega við bakið á Tævönum. Kín­versk stjórn­völd eru þeim banda­rísku æfa­reið fyrir heim­sóknina.

Kín­versk stjórn­völd hafa um ára­bil litið svo á að Tævan sé ó­að­skiljan­legur hluti af Kína, eða allt frá því að þjóð­ernis­sinnar flúðu Kína árið 1949 til Tævan eftir ó­sigur í borgara­styrj­öld gegn kín­verska kommún­ista­flokknum.

Pelosi gerði lítið úr viðbrögðum Kínverja vegna heimsóknar sinnar til Tævan.
Fréttablaðið/Getty

Eyja­skeggjar hafa hins­vegar ráðið sér sjálfir allar götur síðan, undir verndar­væng Banda­ríkjanna. „Það er mikil­vægt að skila­boðin séu skýr,“ sagði Pelosi að fundi loknum með Tsai Ing-wen. Banda­ríkin muni tryggja öryggi Tævan komi til inn­rásar Kína.

„Þetta snýst um sam­eigin­leg lýð­ræðis­leg gildi okkar og frelsi og hvernig Tævan hefur verið fyrir­mynd fyrir heiminn,“ sagði Pelosi. Kín­verjar brugðust ó­kvæða við, meðal annars með hernaðar­brölti í kringum eyjuna og eld­flauga­varnar­æfingum.

Þá kölluðu stjórn­völd í Peking banda­ríska sendi­herrann í Kína á teppið vegna málsins. Að­stoðar­utan­ríkis­mála­ráð­herra Kína, Xie Feing mót­mælti heim­sókninni harð­lega. Kín­versk stjórn­völd gripu einnig til efna­hags­legra að­gerða gegn Tævan, meðal annars með því að fresta inn­flutningi á þó nokkrum vöru­tegundum frá Tævan, líkt og makríl og sítrus á­vöxtum.