Ef kín­versk stjórn­völd hald­a á­fram að auka hern­að­ar­mátt sinn er hætt­a á að þau ráð­ist inn í Ta­í­van ein­hvern tíma á næst­u sex árum. Þett­a full­yrð­ir æðst­i yf­ir­mað­ur band­a­rísk­a sjóhers­ins í Asíu og Kyrr­a­haf­i.

Kín­v­ersk yf­­ir­v­öld líta svo á að Ta­­í­v­an sé ó­­rjúf­­an­­leg­­ur hlut­­i af Kína og neit­­a að við­­ur­­kenn­­a sjálf­­stæð­­i eyj­­unn­­ar. Ekki er í gild­i varn­ar­samn­ing­ur mill­i Band­a­ríkj­ann­a og Ta­í­van en þau selj­a Ta­í­van mik­ið magn af vopn­um.

Phil­ip Dav­id­son aðm­ír­áll sagð­i fyr­ir her­mál­a­nefnd Band­a­ríkj­a­þings að það væri eng­inn vafi á því að stjórn­völd í Beij­ing litu hýru auga til Ta­í­van. Þau vild­u steyp­a Band­a­ríkj­un­um af stól­i sem leið­and­i hern­að­ar­afls í Asíu og verð­a ríkj­and­i heims­veld­i fyr­ir miðj­a öld.

Philip Davidson aðmíráll ásamt Shinzo Abe, þáverandi forsætisráðherra Japans, árið 2018.
Fréttablaðið/EPA

Dav­id­son sagð­i að auk­in hern­að­ar­út­gjöld Kín­verj­a væru á­hyggj­u­efn­i og dræg­u úr fyr­ir­byggj­and­i á­hrif­um band­a­rískr­a hers­ins. Kín­versk stjórn­völd hafa til­kynnt að þau hygg­ist auka hern­að­ar­út­gjöld á þess­u ári um 6,8 prós­ent mið­að við síð­ast­a ár og munu þau nema um 209 millj­örð­um Band­a­ríkj­a­doll­ar­a. Til sam­an­burð­ar voru hern­að­ar­út­gjöld Band­a­ríkj­ann­a 732 millj­arð­ar doll­ar­a árið 2019, um 38 prós­ent af heild­ar­hern­að­ar­út­gjöld­um í heim­in­um.

Enn sem kom­ið eru eng­in flug­móð­ur­skip í kín­versk­a flot­an­um en Dav­id­son tel­ur að þeir verð­i komn­ir með þrjú slík skip árið 2025. Auk þess hafi Kín­verj­ar fjór­fald­að fjöld­a kjarn­a­vopn­a í vopn­a­búr­i sínu og jafn­vel átt fleir­i slík vopn en Band­a­rík­in árið 2030.

Efast um að Kínverjar taki fram úr Bandaríkjunum

Bonn­i­e Glas­er, sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um Kína hjá hug­veit­unn­i Cent­er for Stra­teg­ic and Intern­at­i­on­al Stu­di­es, seg­ir þess­ar full­yrð­ing­ar Dav­id­son ekki eiga við rök að styðj­ast. Jafn­vel þó að Kín­verj­ar fjór­fald­i nú­ver­and­i fjöld­a kjarn­a­vopn­a sinna muni þeir samt sem áður eiga mun færr­i slík vopn en Band­a­ríkj­a­menn. Talið er að Kínverjar búi yfir um 320 kjarnavopnum í dag en Bandaríkin rúmlega 3.800.

Kveð­ið hef­ur við nýj­an tón úr Hvít­a hús­in­u eft­ir að Joe Bid­en tók við em­bætt­i forseta Bandaríkjanna af Don­ald Trump. Trump hóf for­set­a­tíð sína með harðr­i gagn­rýn­i á Kína, eink­um hvað varð­aði við­skipt­i, en und­ir lok henn­ar leit­að­ist Trump eft­ir vin­sam­legr­i sam­skipt­um við Kína og Xi Jin­ping, for­set­a landsins. Bid­en hef­ur ver­ið harð­orð­ur í garð Kín­verj­a, eink­um hvað varð­ar Ta­í­van og land­helg­is­deil­ur í Aust­ur- og Suð­ur-Kín­a­haf­i.

Donald Trump og Joe Biden.
Fréttablaðið/Getty

Auk þess hafa Band­a­ríkj­a­menn sak­að kín­versk yf­ir­völd um „þjóð­ar­morð“ á Úíg­úr­um í Xinj­i­ang-hér­að­i og for­dæmt fram­göng­u þeirr­a gegn mót­mæl­end­um í Hong Kong.

Þrátt fyr­ir orð­a­skak Bid­ens er nú verið að und­ir­búa fund­ar­höld mill­i ut­an­rík­is­ráð­herr­a Band­a­ríkj­ann­a og Kína. Auk ráð­herr­ann­a er gert ráð fyr­ir að þjóð­ar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­ar ríkj­ann­a tveggj­a taki þátt í fund­in­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Wall Stre­et Jo­urn­al er hugs­an­legt að fund­ur­inn fari fram í Alask­a­.