Innlent

Segir Karl Gauta vís­vitandi segja rangt frá

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður flokksins, saki formann flokksins um að fara illa með fjármuni flokksins í þágu eigin fjölskyldumeðlima. Hann viti að það sé rangt.

Guðmundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður flokksins, staðhæfi að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fari með fjármál flokksins með óvönduðum hætti og eyði féi flokksins í laun fjölskyldumeðlima. Hann hafi verið í stjórn flokksins og fengið alla reikninga og viti því að hann fari með fleypur, að því er fram kemur í samtali þingflokksformannsins við mbl.is.

Líkt og fram hefur komið fullyrti Karl að hann hefði margítrekað gagnrýni sína á getu Ingu til þess að leiða flokkinn og þá sagðist hann telja að formaður stjórnmálaflokks eigi ekki að sitja yfir fjárreiðum hans sem prókúruhafi og gjaldkeri né að verja opinberu féi til launagreiðslna í þágu fjölskyldumeðlima.

Inga gefur lítið fyrir ummæli Karls og segir að ummælinséu tilkomin af hefnigirni Karls, sem rekinn var úr flokknum vegna Klaustursmálsins. Sonur hennar sé vissulega starfsmaður flokksins en það hafi ekki verið ákveðið af Ingu. Guðmundur tekur í sama streng og segir Ingu ekki hafa komið nálægt ráðningunni.

„Um er að ræða frábæran einstakling sem við í stjórn og kjördæmaráði erum búin að ráða í vinnu,“ segir Guðmundur sem segir jafnframt ekki rétt að Inga sé gjaldkeri og prókúruhafi.

„Hún er ekki gjaldkeri. Við erum með þriggja manna fjármálastjórn. Við erum í góðum plús og pössum vel upp á fjármálin,“ segir Guðmundur sem segir ljóst að Karl og Ólafur Ísleifsson hafi báðir verið á Klaustur Bar til þess að ganga til liðs við Miðflokkinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing