Nato

Trump segir Þjóð­verja í fjötrum Rússa

Donald Trump og Jens Stol­ten­berg áttu tví­hliða fund í Brussel í morgun. Trump gagn­rýnir gas- og olíu­inn­flutning Þjóð­verja frá Rússum og segir þá fyrr­nefndu á valdi þeirra síðar­nefndu.

Stoltenberg og Trump áttu tvíhliða fund í Brussel í morgun.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Þjóðverja fullkomlega undir stjórn Rússa. Trump átti tvílhiða fund með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), í morgun þar sem hann viðraði áhyggjur sínar um að Þjóðverjar stæðu í stórtækum innflutningi á olíu og náttúrugasi frá Rússlandi.

„Hlutverk okkar er að verja ykkur gagnvart Rússum en þeir greiða milljarða dala til þeirra og það þykir mér mjög óviðeigandi,“ sagði Trump á fundi sínum með Stoltenberg. Sagði hann einnig að 70 prósent af innfluttri olíu og gasi í Þýskalandi kæmu frá Rússum. Síðustu opinberu tölur gefa þó til kynna að hlutfallið sé rúmlega 50 prósent.

Leiðtogafundur NATO hefst í Brussel dag en Trump hefur gagnrýnt aðildarríkin að undanförnu og segir þau ekki leggja nógu mikið af mörkum í útgjöld til varnarmála. Það falli að stórum hluta til á herðar Bandaríkjanna og þurfi stór hluti því að bæta ráð sitt í þeim efnum.

Segir hann of stóran hluta ríkja innan bandalagsins ekki virða umdeild viðmið um að hvert ríki greiði 2 prósent af landsframleiðslu til bandalagsins. Bandaríkin verja um 3,5 prósent af landsframleiðslu til NATO en Þjóðverjar 1,24 prósent. Gremst Bandaríkjaforseta það mjög en hann hefur sagt að ekkert sé því til fyrirstöðu að Þjóðverjar hækki útgjöld sín upp í tvö prósent sem allra fyrst.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, bað Trump að gæta orða sinna. Samstaða aðildarríkjanna væri mun mikilvægari en útgjöld til hernaðarmála. „Sýnið bandamönnum ykkar meiri virðingu en þetta. Þið eigið ekki svo marga,“ sagði Tusk í aðdraganda fundarins.

Trump flýgur til Bretlands á morgun þar sem hann mun eiga fund með Theresu May og þá mun hann hljóta áheyrn hjá Elísabetu drottningu. Þaðan fer hann til Skotlands en á mánudag munu hann og Vladímír Pútín hittast á fundi í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nato

Segir NATO-ríkin hafa sam­þykkt að hækka fram­lögin

Nato

Leið­togar NATO boðuðu til neyðar­fundar

Klaustursupptökurnar

Klausturs­málið í hnút vegna van­hæfi nefndar­með­lima

Auglýsing

Nýjast

Dómarinn bað Báru afsökunar

Telur að mynd­efni geti varpað ljósi á „á­setning“ Báru

Stíga til hliðar í um­fjöllun um Klausturs­málið

Fjölmenni beið Báru en enginn Miðflokksmanna

Rússar notuðu alla stóru sam­fé­lags­miðlana

Jaguar Land Rover sker niður 5.000 störf

Auglýsing