Al­dís Schram segir for­eldra sína, þau Jón Bald­vin Hannibals­son og Bryn­dísi Schram, ljúga upp á látna systur sína í ný­út­gefinni ævi­sögu Bryn­dísar, Brosað gegnum tárin. Jón Bald­vin stefndi dóttur sinni Al­dísi, RÚV og Sig­mari Guð­munds­syni frétta­manni í fyrra eftir að Al­dís kom fram í Morgunút­varpi Rásar 2 og lýsti því hvernig faðir sinn hafi mis­notað stöðu sína sem sendi­herra til að beita lög­reglunni gegn sér. Hún hefur sakað hann um að hafa beitt sig kyn­ferðis­of­beldi þegar því hún var barn.

„Svo er að sjá af nýjustu skrifum JBH [Jóns Bald­vins Hannibals­sonar], BS [Bryn­dísar Schram] og með­reiðar­sveina þeirra - sem í síðast­liðnum mánuði strituðu við að breiða yfir hans barna­níð, að JBH kýs að flytja meið­yrða­mál sitt gegn dóttur sinni, mér, Sig­mari Guð­munds­syni og RÚV, fyrir dóm­stól götunnar og ekki nema von því með því móti kemst hann hjá því að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings,“ skrifar Al­dís inn á sér­stakan #met­oo Face­book-hóp sem var stofnaður utan um sögur af Jóni Bald­vini. Hann hefur verið sakaður um kyn­ferðis­brot gegn 43 einstaklingum og sætt kæru eins þeirra.

Al­dís segir föður sinn þannig frekar vilja ræða málið opin­ber­lega en í réttar­sal til að komast hjá því að leggja fram gögn sem styðja mál hans: „Rétt eins og í sjón­varps­sal árið 2019, þar sem JBH ó­á­reittur fékk að beina at­hyglinni frá glæp sínum - sem er m.a. kyn­ferðis­brot gagn­vart 5 sofandi börnum, að kyn­ferðis­brota­þolum hans, án þess að þeim væri gefinn kostur á að bera hönd fyrir höfuð sér og laug á mínútu fresti!“ Hún vísar þar til viðtals við Jón Baldvin í Silfrinu sem tekið var eftir að á­sakanir á hendur honum höfðu komið fram.

Bréfið líklega skrifað af hjónunum

„Í þessum nýjustu meið­yrða­skrifum sínum um mig, leggst JBH - sem nú hefur verið sakaður um kyn­ferðis­brot gagn­vart 43 aðilum og sætt kæru eins þeirra, svo lágt, á­samt konu sinni, að ljúga því upp á ást­kæra látna systur mína að hún hafi skrifað mér eitt­hvert ó­dag­sett bréf, sem er vél­ritað og af upp­skrúfuðu málinu að dæma er líkast til skrifað af hjónum þessum sjálfum,“ heldur Al­dís á­fram. „Í réttar­sal kemst JBH ekki svo glatt upp með svona véla­brögð því þar verður hann að krafinn gagna er færa sönnur á hans mál - sem ekki eru til.“

Hana sjálfa skortir þá ekki gögn til að færa sönnur á mál sitt að eigin sögn. „Meðal þeirra er eftir­­farandi bréf hæsta­réttar­lög­­manns sem færir sönnur á að það er hel­ber lygi að ég hafi staðið með barns­­föður hinnar látnu systur minnar gegn henni, því ég þvert á móti reyndi að veita henni liðsinni gegn honum," segir hún og birtir bréf lög­mannsins. Í því segir hann „Að gefnu til­efni vil ég votta það hér með að það var fyrir beiðni Al­dísar Schram að ég bauð systur hennar, Snæ­fríði Bald­vins­dóttur, lög­fræði­að­stoð í for­ræðis­deilu Snæ­fríðar gegn barns­föður sínum, Marco Bran­caccio, árið 2003, sem þó varð ekki úr þar er Snæ­fríður af­þakkaði boð þetta."

„Ég hlakka því til að mæta um­ræddum fallista í lög­fræði í Héraðs­dómi Reykja­víkur þann 13. janúar næst­komandi og færi hér með „refi“ þessum og BS konu hans, bestu þakkir fyrir að hafa með þessum meið­yrða­skrifum, og þ.m.t. ný­út­gefinni 3. ævi­sögu hennar, fært mér á silfur­fati fleiri gögn er sanna hvern mann stefnandi og um­rædd vit­orðs­kona hans, hafa að geyma, nefni­lega sið­blinda sjálfs­dýrk­endur með „þú-ert-geð­veik/ur“ syndromið,“ segir Al­dís loks.