Al­dís Schram, dóttir Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burða­stöðu sína í sam­fé­laginu til þess að láta hand­taka sig og nauðungar­vista á geð­deild. Hún hefur undir höndum bréfs­efni, merktu sendi­ráði Ís­lands í Was­hington, þar sem Jón Bald­vin fer fram á að hún verði nauðungar­vistuð. 

Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Al­dísar í Morgunút­varpi Rásar 2 í morgun. Jón Bald­vin Hannibals­son, fyrr­verandi ráð­herra og sendi­herra, hefur í­trekað verið sakaður um kyn­ferðis­brot – en nú ný­verið var stofnaður hópur á Face­book þar sem konur skiptast á sögum um sam­skipti sín við Jón Bald­vin og meint kyn­ferðis­of­beldi af hans hálfu. 

Al­dís sagðist í við­talinu hafa rætt við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skóla­systir hennar hafði tjáð henni að hún hefði vaknað við Jón Bald­vin á­reita sig kyn­ferðis­lega. Það sam­tal hafi orðið til þess að hún var nauðungar­vistuð á geð­deild. 

Sjá einnig: Segir Jón Baldvin hafa lagst nakinn upp í rúm til sín

„Hann gat bara þaðan í frá, fyrir hann þá­verandi utan­ríkis­ráð­herra og síðar sendi­herrann, virðist vera að hringja bara í lög­reglu og þá var ég þar með hand­tekin. Ég um­svifa­laust, í járnum, er farið með mig upp á geð­deild. Ég fæ ekki við­tal og það er skraut­legt að lesa þessar yfir­lýsingar geð­lækna. Það er um ein­hverjar í­myndanir mínar og rang­hug­myndir sem ég hætti til að vera með þegar ég sé reið út í föður minn,” sagði Al­dís. 

Hún sagðist strax hafa verið greind með maníu og al­var­legt og í­trekað þung­lyndi, og í fram­haldinu sprautuð niður. „Og þar með missti ég ráð og rænu. Gat ekki hugsað skýrt, gat ekki talað skýrt, var slefandi. Mér var haldið þarna inni í mánuð ó­lög­lega,” sagði hún. 

Sjá einnig: „Voðalega á ég flottan pabba“

Lögregla alltaf kölluð til

Að­spurð sagðist hún full­viss um að faðir hennar hafi átt þarna í hlut.

„Það er mín niður­staða eftir að hafa lesið sjúkra­gögnin, já. Fimm sinnum á næstu tíu árum kastast í kekki milli mín og Jóns Bald­vins Hannibals­sonar og því lyktaði á­vallt við því að hann sigaði á mig lög­reglu, sem hand­tók mig. Hann er náttúru­lega utan­ríkis­ráð­herra þarna, árið 1992 þegar ég er í fyrsta sinn lögð inn. Hann er refur mikill og veit hver ég er og hvernig ég er. Ég er og hef verið alla tíð kjaft­for. Aldrei verið ó­bangin við að berjast og aðal­lega verið að berjast fyrir aðra. Ef hann vissi eitt­hvað um hvern mann ég hef að geyma þá gat hann alveg haft á­stæðu til að óttast mig.” 

Al­dís segist hafa stað­festingu á því að Jón Bald­vin hafi brugðist við með því að senda dóms­mála­ráðu­neytinu bréf þar sem þess var krafist að hún yrði nauðungar­vistuð á geð­deild. Morgunút­varp Rásar 2 hefur bréf þess undir höndum, en hlusta má á við­talið allt á vef RÚV.