Innlent

Segir Jón Bald­vin hafa lagst nakinn upp í rúm til sín

Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvin Hannibalssonar, segir Jón hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri þegar hún var í heimsókn hjá honum og systur hennar á heimili þeirra í Edinborg.

Jón Baldvin Hannibalsson. GVA

Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvin Hannibalssonar, segir Jón hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri þegar hún var í heimsókn hjá honum og systur hennar á heimili þeirra í Edinborg, í samtali við Stundina.

Dóttir Jóns, Aldís Schram, greindi í gær frá minningum sínum frá heimili Jóns og eiginkonu hans Bryndísar Schram þar sem hún lýsti því meðal annars hvernig Jón hafi flaggað kynfærum sínum framan í sig þegar hún var einungis fimm ára gömul.

Sjá einnig: Segir frá Jóni Baldvini: „Voðalega á ég ljótan pabba“

Frásagnir af framferði Jóns Baldvins hafa vakið gífurlega athygli í dag og í gær og tjáði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sig meðal annars um furðu sína á því hve litla umfjöllun málið hefði fengið í fjölmiðlum í gær. Þá sagði skáldið Hrafn Jökulsson frá því á Facebook síðu sinni hvernig Jón hefði ritað nemendum sínum í Hagaskóla „ástarbréf“ þegar hann starfaði þar.

Margrét, sem er systir Bryndísar, eiginkonu Jóns, var stödd í Edinborg í Skotlandi í heimsókn hjá þeim hjónum á upphafi sjöunda áratugarins, þegar hún var um 19 eða 20 ára en hún hafi unnið sem flugfreyja og þannig haft tök á því að fara í heimsókn. 

Bryndís hafi ekki verið heima þegar hún kom, hún hafi þurft að skreppa eitthvað að sögn Jóns og væri ekki væntanleg fyrr en eftir að hún væri farin. Hún hafi þá farið í gönguferð um borgina og borðað kvöldmat með Jóni áður en hún lagðist til hvílu. 

„Ekki veit ég hversu lengi ég hafði sofið en ég vakna við að það er eitthvað við hliðina á mér undir sænginni, eitthvað kalt og ókunnugt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér.“

Margrét lamdi og sparkaði þar til Jón lét sig hverfa en hún lýsir því að það hafi verið ógeðsleg tilfinning að finna nakinn líkama hans upp við sig. Hún hafi spurt hann hvort hann væri ekki með öllum mjalla og giftur systur hennar. Hann hafi þá sagt að það skipti sig engu, áður en hann hvarf út. 

Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum Jóns við sögum kvennanna í gær og sagðist hann við það tilefni ætla að bíða með að tjá sig en að hann myndi gera það „þegar þar að kemur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

#MeToo

Segir frá Jóni Bald­vini: „Voða­­lega á ég ljótan pabba“

#MeToo

Mun tjá sig um málið þegar þar að kemur

#MeToo

Hildur reið út í fjöl­miðla: „Þetta er risa­stórt frétta­mál“

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing