Aðal­samninga­maður Evrópu­sam­bandsins vegna Brexit, Michel Barni­er, hefur hafnað kröfum Borisar John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, um að leggja til hliðar írsku bak­trygginuna svo­kölluðu. BBC greinir frá.

Bak­tryggingin svo­kallaða hefur verið eitt helsta á­steytings­efnið í samningunum og hefur John­son meðal annars sagt að Evrópu­sam­bandið verði að hætta við hana ef koma á í veg fyrir út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu án samnings.

Er haft eftir Barni­er að Evrópu­sam­bandið verði ekki sveigjan­legra en með bak­tryggingunni. Um­rædd bak­trygging var lykil­at­riði í samningum Theresu May við sam­bandið sem hafnað var í þrí­gang af breska þinginu. Er það til þess fallið að koma í veg fyrir að eigin­leg landa­mæri verði sett í Ír­landi en það fyrir­komu­lag hefur tryggt frið í N-Ír­landi frá 1997.

John­son hefur áður sagt þing­mönnum Í­halds­flokksins að annað­hvort styðji þeir sig eða eigi á hættu á því að ýta undir upp­lausn í Bret­landi. Er haft eftir Barni­er að hann sé ekki bjart­sýnn á að koma í veg fyrir samnings­laust Brexit, en hafi ekki gefist upp.