Kristinn D. Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokksins í Skipulagsráði Kópavogs, lét bóka á fundi ráðsins á mánudag að þær hugmyndir og ætlanir sem nú eru uppi varðandi Borgarlínuna séu óraunhæfar og allt of dýrar í framkvæmd.

Kristinn segist ákafur talsmaður betri almenningssamgangna en sé einnig talsmaður þess að farið sé skynsamlega með fé skattborgara.

Hann bendir þó á í bókun sinni að margt sé gott í vinnu Verkefnastofu Borgarlínu en hugmyndafræðin og nálgun verkefnisins sé miklum vafa undirorpin og því rétt að staldra við og fara enn og aftur yfir heildarmyndina.

Undir bókunina tók Júlíus Hafsteinn, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.