Nikol Pas­hin­y­an, for­sætis­ráð­herra Armeníu, hefur varað við mögu­legu valda­ráni hersins í landinu og hefur hvatt stuðnings­menn sína til að safnast saman í höfuð­borginni til að mót­mæla eftir að herinn krafðist þess fyrr í dag að Pas­hin­y­an segði af sér vegna á­takanna í Na­gornó-Kara­bak héraði.

„Árangurs­laus stjórnun nú­verandi ríkis­stjórnar og al­var­leg mis­tök í utan­ríkis­stefnu hafa leitt til þess að þjóðin er á barmi hruns,“ sagði herinn í yfir­lýsingu um málið en þess er einnig krafist að ríkis­stjórnin í heild sinni segi af sér. Ó­ljóst er hvort herinn sé til­búinn til að beita valdi til að koma ríkis­stjórninni frá völdum.

Neitar að segja af sér

Stríðið milli Asera og Armena í héraðinu stóð yfir í einn og hálfan mánuð, frá 27. septem­ber til 10. nóvember 2020, en þúsundir létust í stríðinu sem Aserar unnu að lokum. Í skýrslu Mann­réttinda­vaktarinnar og Am­ne­sty International sem birt var í desember um málið segir að stríðs­glæpir hafi verið á báða bóga.

Pas­hin­y­an hefur í­trekað verið hvattur til að segja af sér frá því að stríðinu lauk í nóvember en and­stæðingar hans segja hann hafa með­höndlað málið hræði­lega. Þrátt fyrir að hann segist taka á­byrgð á því sem átti sér stað neitar Pas­hin­y­an að segja af sér þar sem hann segist þurfa að tryggja öryggi þjóðarinnar.

Þúsundir manna hafa nú safnast saman í höfuðborg Armeníu til að mótmæla meintu valdaráni hersins.