Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Mið­flokksins, segir að þrátt fyrir að vera ýmsu vanur sem stjórn­mála­maður hafi það verið öðru­vísi og verra þegar hann frétti af því að mynd af honum væri á glæru í kennslu­efni Verslunar­skóla Ís­lands, á­samt myndum af Adolf Hilter og Benító Mús­sólíni, undir yfir­skriftinni „Nokkrir merkir þjóð­ernis­sinnar“.

Sig­mundur Davíð vakti at­hygli á glærunni í færslu á Face­book í gær, þar sem hann gagn­rýnir á­kvörðun kennarans.

„Þarna er verið að búa til mjög ó­geð­fellt sam­hengi og það er ekki hægt að kalla þetta annað en pólitíska inn­rætingu þegar mynd af starfandi stjórn­mála­manni er sett við hliðina á myndum af tveimur helstu ill­mennum mann­kyns­sögunnar,“ segir Sig­mundur Davíð.

„Auð­vitað hefur það oft verið sagt að þegar menn verða rök­þrota í pólitísku rifrildi er gripið til þess stundum að líkja mönnum við ein­hverja slíka. En þarna er farið ó­var­lega með stór orð, og það sem gerir það verra er þegar það er undir­búið og skipu­lega og sem hluti af menntum barna og ung­menna,“ bætir hann við.

Þó segist Sig­mundur Davíð telja að lang­flestir kennarar gegni starfi sínu af sam­visku­semi og fórn­fýsi, en það sé vissu­lega á­byrgðar­staða að vera kennari.

„Og þegar kennari notar stöðu sína í því sem var aug­ljós­lega pólitískur til­gangur, þá er þetta ein­hvern veginn verra en ó­hróður á netinu eða sam­skipta­miðlum,“ segir hann.

Að sögn Sig­mundar Davíðs hefur skóla­stjóri Verzlunar­skólans, Guð­rún Inga Sí­vert­sen, haft sam­band vegna málsins og beðist af­sökunar, að minnsta kosti að hluta til.

„Það er kannski ekki við öðru að búast en að menn fari í smá vörn þegar svona kemur upp. En ég átti á­gætis sam­tal við skóla­meistarann og við ræddum þessi mál al­mennt og mér skilst að þessi til­tekna glæra verði ekki notuð á­fram,“ segir Sig­mundur Davíð.

Þá vilji hann hvetja hana, og alla skóla­stjórn­endur, til að fylgjast með því sem verið sé að kenna, bæði í fram­halds­skólum sem og há­skólum. Pólitískur á­róður sé aldrei af hinu góða innan skóla­kerfisins.

„Ég nefndi við hana að í Banda­ríkjunum og Bret­landi hefur verið tölu­verð um­ræða meðal for­eldra og for­eldra­fé­laga um hvað er verið að kenna börnunum þeirra. Gagn­rýni á að pólitískur á­róður detti inn í kennslu og það væri ekki gott ef slík þróun ætti sér stað á Ís­landi. Hún var alveg sam­mála mér um það,“ segir Sig­mundur Davíð.