Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, segir frum­varp um­hverfis­ráð­herra um loft­lags­mál vera sýndar­að­gerð og gagn­rýnir það sem hann kallar kerfis­væðingu loft­lags­málanna Sig­mundur flutti rétt í þessu nokkuð langa ræðu um frum­varpið og sagði hann að stjórn­völd yrðu að taka heild­stætt á vandanum og ljóst að hann gefur lítið fyrir um­rætt frum­varp.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá hafa allir þing­menn þing­flokks Mið­flokksins raðað sér á mælenda­skrá í um­ræðum um frum­varpið sem miðar að styrkingu á stjórn­sýslu og um­gjörð stjórn­sýslu loft­lags­mála og skerpa á ýmsum á­kvæðum laganna.

Kerfis­væðing vanda­málsins vanda­mál

„Frú for­seti, við ræðum hér á­fram­haldandi kerfis­væðingu loft­lags­mála. Slík kerfis­væðing þess­sa mála­flokks reyndar líkt og með marga aðra hefur ekki reynst vel.

Raunar virðist það vera ein­kenni á nú­tíma­stjórn­málum að því stærri sem málin eru því yfir­borðs­kenndari eru lausnirnar. Við getum væntan­lega öll verið sam­mála um það að loft­lags­málin eru eitt af stærri vanda­málum sam­tímans. En þá hljótum við líka að geta verið sam­mála því að það þarf að nálgast þetta mál með þeim hætti að það sé lík­legt til að ná árangri og sú hefur ekki verið raunin.

Ekki fyrir svo löngu síðan, árið 2015 var sam­þykkt svo­kölluð Parísar­á­ætlun í loft­lags­málum og ég tel að ég hafi verið þátt­takandi í því og undir­ritað það skjal enda erum við Ís­lendingar viljugir þátt­tak­endur að lausnum. Því miður er fátt sem bendir til þess að sú lausn muni skila árangri, raunar þvert á móti,“ segir Sig­mundur.

Banda­ríkin náð meiri árangri en Evrópa

Þá segir Sig­mundur að á­huga­vert sé að bera saman árangur Banda­ríkjanna og Evrópu og full­yrti þing­maðurinn að Banda­ríkin hefðu náð meiri árangri í að minnka losun gróður­húsa­loft­tegunda heldur en ýmis Evrópu­lönd.

„Það er á­huga­vert að bera saman árangur Banda­ríkjanna og Evrópu­landa undan­farin ár í því. Banda­ríkjunum hefur verið legið á hálsi að gera ekki nóg og hafa veri ðþað land sem hefur losað hvað mest.

En hver hefur raunin verið? Undan­farin ár hefur losun gróður­húsa­loft­tegunda í Banda­ríkjunum minnkað um­tals­vert meira en hjá flestum evrópu­þjóðum. Hvernig stendur á því? Jú það er ekki síst vegna þess að Banda­ríkin hafa fært sig frá kola­bruna og yfir í bruna á gasi. En jarð­gas­fram­leiðsla hefur aukist tölu­vert í Banda­ríkjunum undan­farin ár, með tækni sem kallast fracking og ég biðst af­sökunar á því að ég þekki ekki ís­lenska orðið. En af­leiðingarnar eru þær að gas­fram­leiðsla hefur aukist til muna og það hefu gert þeim kleyft að draga til muna úr losun gróður­húsa­loft­tegunda og þessu vilja menn líta fram­hjá, segir Sig­mundur.

Eins og er svo ein­kennandi með stjórn­mál nú­tímans og sýndar­nálgunina er að finna upp ný orð um vanda­málið, eins og það leysi eitt­hvað. Hér liggur fyrir frum­varp sem gengur fyrst og fremst út á þetta, að finna upp ný orð og nýjan vett­vang til að ræða málin. En maður óttast vegna reynslunar að þetta verði til þess að þetta muni snúast um orð­skrúð í stað þess að ná fram raun­veru­legum árangri.“

Benti á að Banda­ríkin menga næst­mest allra

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­kona Vinstri grænna, var til and­svara og spurði meðal­annars Sig­mund hvaðan hann hefði fengið tölurnar sínar um Banda­ríkin og vitnaði Sig­mundur þá í tölur frá Sam­einuðu þjóðunum.

„Ég er sam­mála því að Parísar­sam­komu­lagið hefði mátt vera rótt­tækara. Óg ég er líka sam­mála því að lík­lega er ofur­á­hersla lögð á endur­heimt vot­lendis þegar meira mætti tala um og leggja til að­gerðir til að draga beint úr losun loft­tegunda.

En hér talaði þing­maðurinn um kerfis­væðingu loft­lags­málanna. En við þurfum ein­mitt á kerfis­breytingum að halda til að sporna við af­leiðingum loft­lags­málann,“ segir Rósa.

„Í nýrri grein World Economic Forum frá janúar sýnir að nýjustu tölur þar trónir Kína efst á toppnum með 29 prósent meiri út­blástur og þar á eftir eru Banda­ríkin, sem eru enn á­byrg fyrir 15 prósent af út­blástri kol­tvísírings og þar á eftir er Ind­land og önnur lönd koma þar á eftir með 2 prósent af út­blástri á heims­vísu. Þar eru Rúss­land, Japan og Þýska­land svo ég klóra mér enn í hausnum yfir þessari full­yrðingu,“ sagði Rósa Björk meðal annars.

Rósa Björk.

Furðulegt að lagst hafi verið gegn gasvinnslu á Íslandi

Þá segir Sigmundur að ummæli sín um jarðgas megi setja í samhengi við orkuvinnslu á Íslandi.

„Þetta varðandi gasið auðvitað tengist umræðunni um orkuvinnslunni á Íslandi. við búum svo vel að framleiða raforku nánast 100 prósent með endurnýjanlegum orkugjöfum. Og það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með umræðunni hér á landi, þar sem svokallaðir umhverfisverndarsinnar hafa sett sig á móti virkjanaframkvæmdum. Sem er eins og ég segi sérstaklega sérkennilegt, í ljósi þess að sú orka sem frmaleidd er hér gagnast heiminum öllum hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.

Samt hafa þeir sem skilgreina sig sem umhverfisverndarsinna lagst gegn því að Ísland hefji gas-og olíuleit. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að þar sé að finna umtalsvert jarðgas. Náttúrulegt gas sem að gæti hjálpað þjóðum heims að draga úr kolabrennslu og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda.“