Viktor Orri Val­garðs­son, doktor í stjórn­mála­fræði frá Sout­hampton há­skóla, segir fregnir af and­láti skoðana­kannanna vegna banda­rísku for­seta­kosninganna stór­lega ýktar. Al­heimurinn fylgist nú með tæpum kosningum á milli Donald Trump og Joe Biden, þar sem virðist vera tölu­vert mjórra á munum en ætla mátti á skoðana­könnunum fyrir kosningar.

Ýmsir hafa haft orð á þessum mun í kosningunum sjálfum og könnunum. Þannig lýsti Gunnar Smári Egils­son því meðal annars yfir að ein helsta skoðana­kannana­biblía stjórn­mála­nörda, FiveT­hir­tyEig­ht.com, sem rekin er af skoðana­kannana­kónginum Nate Sil­ver væri einn af stærstu töpurum kosninganna. 

„Það er ekki bara að heildar­niður­staðan sé vit­laus heldur er ljóst að spá fyrir hvert fylki verður vit­lausari eftir því að farið er lengra frá ströndunum, það er því aug­ljóst að vigtun kannana byggjast á af­stöðu fólksins á svæðum sem hallast mjög að demó­krötum. Nate Sil­ver & co er því frekar að endur­spegla eigið mat en þeim hafi tekist að draga fram af­stöðu kjós­enda.“

Án þess að fullyrða hver vinnur forsetakosningarnar þá er ljóst að þessi síða er einn af töpurunum. Það er ekki bara að...

Posted by Gunnar Smári Egilsson on Wednesday, 4 November 2020

Hafði búist við bættum að­ferðum í ár

Viktor Orri gefur lítið fyrir slíka á­fellis­dóma um megind­legar rann­sóknar­að­ferðir fé­lags­vísindanna í sam­tali við Frétta­blaðið. Viktor hefur um ára­bil rann­sakað lýð­ræðis­þátt­töku og starfaði meðal annars á tíma­bili við rann­sóknir á vegum Fé­lags­vísinda­stofnunar Há­skóla Ís­lands.

Hann vinnur nú sem nýdoktor við rann­sóknar­verk­efnið Trust­Gov, þar sem kannanir eru meðal annars nýttar til að rann­saka traust til stjórn­mála.

„Á ég að vera mál­svari fé­lags­vísinda og skoðana­kannanna?“ spyr Viktor. „Það hljómar á­gæt­lega sko,“ segir hann léttur.

„Við erum enn­þá að bíða eftir loka­niður­stöðum og allt það, sér­stak­lega talningunni í Kali­forníu og New York, sem mun örugg­lega breyta heildar­at­kvæðum á lands­vísu í þágu Biden. En senni­lega mun það samt vera svoldið frá meðal­talinu,“ segir Viktor. 

„Ég sá að Nate Sil­ver var að giska á að það yrði 4,7 prósenta munur á Biden og Trump á lands­vísu. Hans módel voru að gera ráð fyrir 8 prósentum. Það er alveg 3, eitt­hvað prósent munur.

Það er svona talað um að 3 prósent sé svona venju­leg könnunar­skekka, þannig það er ekkert svo gróft. Ef þetta fer þannig að Biden sé með tæp­lega 5 prósenta for­skot á lands­vísu, þá er það ekkert svo gróft,“ segir hann.

Viktor viður­kennir þó að munurinn er tölu­vert meiri í ein­staka ríkjum heldur en búist var við í könnunum.

„Maður hélt og vonaði að þeir sem væru að fram­kvæma kannanir hefðu lært svo­lítið af því að síðast var það aðal­málið; að kannanir í ein­staka fylkjum voru ekkert það al­gengar í sveiflu­ríkjunum og þær voru alveg tals­vert langt, eða 5-6 prósent frá heildar­niður­stöðunum, sem nægði til að tryggja Trump mjög nauman sigur þar oft, innan við eitt prósent,“ segir Viktor.

Mun fleiri kannanir hafi verið gerðar þar nú og því hafi Viktor búist við að þetta yrði öðru­vísi nú. 

Joe Biden gekk verr en Hillary Clinton í Flórída. Hann náði samt til baka ryðbeltinu frá Trump, en Obama hélt því alla sína tíð.

Kúb­verskir kjós­endur í Flórída skiptu sköpum

„Verstu dæmin sem ég veit um hingað til eru Flórída, þar sem Biden var að mælast með svona 3 prósenta yfir­burði en Trump vann með sirka 3 prósentum. Þannig það var alveg 6 prósenta munur.

Flestir segja að þetta hafi aðal­lega verið van­mat á fylgi Flórída­búa af kúb­verskum upp­runa, sem að eru tals­vert margir og kusu Trump mun meira heldur en fólk var búið að búast við,“ segir Viktor.

Þetta hafi verið þrátt fyrir að búið hafi verið að ræða það að Trump gæti átt gott með að ná til þess hóps.

„Hér var sér­stak­lega rætt um Miami Dade sýslu, þar sem fylgið meðal kúb­verskra kjós­enda var mjög van­metið. Og maður bara veit það ekki ná­kvæm­lega, náttúru­lega af hverju það er. Ég hef svo sem ein­hverjar til­gátur,“ segir hann. Hann bendir á að sama gildi um Wisconsin, þar sem Biden fór með tæpan sigur af hólmi.

„Kannanir spáðu honum um 8-10 prósent sigri þar en hann er að vinna með svona 1-2 prósentum. Þannig þó að það sé rétt kallað, þá er það náttúru­lega líka mjög stór munur og vanda­mál. Svo eru alveg ein­hver ríki, Arizona, hann virðist vinna það tæpt eins og kannanir gáfu til kynna.

Svo sá ég að New Hamps­hire, sem var ekkert mikið talað um sem sveiflu­ríki, en var samt alveg bar­átta um, þar virðist Biden hafa unnið með svona 8 prósentum, þegar kannanir spáðu 10 prósentum. Þannig þetta fer svo­lítið eftir ríkjum og hvert maður horfir og við verðum að meta það að­eins þegar við erum komin með loka­niður­stöður,“ segir Viktor. 

Trump vann á í Iowa

Skiljan­lega sé verið að spyrja hvað hafi í ó­sköpunum komið fyrir í ríkjum eins og Flórída og Wisconsin. Viktor bendir á að mis­munandi fram­kvæmdar­aðilar skoðana­kannana í Banda­ríkjunum séu mis­hátt metnir.

Þannig hafi Selzer stofnunin í Iowa spáð rétt fyrir um úr­slitin í ríkinu bæði nú og árið 2016. Stofnunin gerir þó einungis kannanir á fylgi flokkanna í Iowa en ekki á lands­vísu. 

„Þau spáðu Trump 7 prósenta for­skoti og hann virðist enda á því að fá rúm­lega 8-9 prósenta for­skot. Á meðan allar aðrar kannanir í Iowa, sem voru tals­vert margar, bjuggust við 1 prósenta Trump sigri, eða 3-4 Biden sigri og voru að mæla allt öðru­vísi.

Ég man að ég sá þessa könnun fyrir kosningar, vissi hver Selzer væri fyrir kosningar og hugsaði með mér hvort að hér væri á ferðinni 2016 dæmi í gangi aftur,“ segir Viktor. 

Hann bendir á að land­fræði­lega sé Iowa við hliðina á Wisconsin.

„Oft eru þróun og breytingar á fylgi og fylgni á milli ná­lægra ríkja. Það má alveg í­mynda sér að þessi könnun í Iowa hafi verið að fanga eitt­hvað mjög svipað og gerðist í Wisconsin, nema bara að Selzer gerði enga könnun í Wisconsin,“ segir hann.

Viktor segir að Selzer hafi gert könnun í septem­ber þar sem Biden og Trump hafi verið jafnir í Iowa, með 47 prósent hvor. „Það sem virðist hafa gerst í Iowa var að Trump vann mjög á. Vann sjö prósent. “

Til­gátan um feimna Trump kjósandann stenst ekki

Að­spurður út í al­gengt tal um hinn feimna Trump kjósanda; kjósandann sem kýs Trump en veigrar sér við að viður­kenna það fyrir öðrum, segir Viktor ljóst að ein­hverjir slíkir séu til. Hið sama gildi hins­vegar um Biden kjós­endur, sem líka geti verið feimnir.

„Sú kenning gengur út á það að það sé svo­kölluð „fé­lags­væntingar­skekkja“ (e. „social desira­bility bias“) í könnunum. En rann­sóknir hafa sýnt að svo­leiðis skekkja er yfir­leitt ekki mjög stór.

Það gerist, að fólk svari vit­laust í könnunum til að þóknast spyrjanda, en það er miklu minna í inter­net­könnunum, þar sem það er engin manneskja að spyrja þig og þú fyllir út könnunina sjálfur,“ segir Viktor. 

Hann segir nokkra rann­sak­endur hafa borið það saman en það hafi líka verið gert árið 2016. „Og það sýnir að það er nánast enginn munur á inter­net­könnunum og síma­könnunum, á því hve mikið fylgi Trump fékk. Þannig sú til­gáta virðist ekki standast, að fólk sé eitt­hvað að fela það,“ segir hann.

Trump rær nú öllum árum að því að tryggja að talningu verði hætt í lykilríkjum.
Fréttablaðið/AFP

Viktor bendir á að þær kannanir sem hann hafi skoðað, þar sem kjós­endur voru spurðir að því hvað þeir kusu árið 2016, hafi rétt hlut­fall af Trump kjós­endum komið í ljós.

„NBC spurði, „hvað kaustu 2016?“ og 45 prósent sögðu Trump, 47,5 sögðu Clin­ton. Sem var bara mjög hlut­falls­lega rétt miðað við kosningarnar. Samt fengu þau þá niður­stöðu að Biden fengi 52 prósent fylgi og Trump 42 prósent. Þannig þau voru með rétt mat á 2016 kjós­endum.

Og þá myndi maður halda að ef Trump kjós­endur væru feimnir, þá væru þeir líka feimnir við að viður­kenna að þeir hafi kosið Trump 2016,“ segir Viktor. 

Hið sama hafi verið uppi á teningnum í könnun New York Times í Flórída. Rétt hlut­föll miðað við 2016 kosningarnar en miklu minna fylgi Trump en raun­gerðist.

„Þannig að ef það væri þessi feimni, þá myndi ég halda að það gilti líka um 2016. Ég held frekar að það sé erfiðara að ná í Trump kjós­endur, bæði vegna þess hvernig þau eru lýð­fræði­lega en líka hversu til­búin þau eru að svara könnunum vegna sam­særis­kenninga, og fyrirlitningar á fjöl­miðlum og þess háttar,“ segir hann.

Rann­sak­endur hafi reynt að sjá það fyrir, án þess að það virki. Viktor bendir á að Selzer könnunin rétt­mæta frá Iowa beiti minimalískum að­ferðum. Þar sé ein­fald­lega bara vigtað fyrir kyn og aldur.

„Og spyr bara hversu lík­legt er að þú kjósir og ef þau segjast örugg­lega ætla að kjósa þá birta þau þær niður­stöður en vigta ekki fyrir menntun, hvað þú kaust síðast eins og hinir gera. Og það alla­vega, virkar best hjá þeim og getur verið að þetta snúist bara um að það sé erfitt að meta út frá þessum vigtunum hverjir eru lík­legir til að kjósa.“

Skoðana­kannanir höfðu réttara fyrir sér en inn­sæið

Viktor segir að lokum að banda­rísku for­seta­kosningarnar 2020 séu ekki dauða­dómur fyrir skoðana­kannana­gerð og megind­legar rann­sóknar­að­ferðir fé­lags­vísindanna. 

„Þetta er vissu­lega ekki dauða­dómur fyrir kannanir. En það getur verið að þeir sem fram­kvæma kannanir þurfi jafn­vel, þó mögu­lega sé of snemmt að segja til um það, að vera mínímalískari eins og Selzer og reyna að vigta minna.

En um leið hefði ég samt haldið að það að vigta fyrir hvað þú kaust árið 2016 gæti hjálpað til að ná þessum Trump kjós­endum,“ segir Viktor.

„En ég held þetta sé frekar það að það er erfitt að meta hverjir munu í raun kjósa og það held ég að sé sér­stak­lega erfitt við þessar að­stæður í CO­VID far­aldrinum.

Það eru öll þessi póst­at­kvæði, bið­raðir og svo til­raunir til að gera kjós­endum erfitt fyrir að kjósa, svo sumir ná því ekki af ein­hverjum á­stæðum,“ segir hann. Póst­at­kvæða­greiðsla sé ekki lík­legri til að fela í sér kosninga­svindl en líkurnar aukist hins­vegar á mis­tökum og að at­kvæði berist ekki á réttum tíma á vett­vang. 

„Biden virðist ætla að vinna. Og það má alveg segja það að FiveT­hir­tyEig­ht hafði réttara fyrir sér heldur en þeir ýmsu spá­menn sem lýstu því yfir að Trump myndi vinna, sem byggt var á ein­hvers­konar inn­sæi.“