Hildur Björns­dóttir, odd­viti sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík, segist ekki líta svo á sem sjálf­stæðis­menn hafi misst af lestinni þrátt fyrir yfir­lýsingar gamla meiri­hlutans um sam­stöðu og ó­form­legar við­ræður með Fram­sóknar­flokknum.

„Hinn fallni meiri­hluti er að taka á­kvörðun um að standa saman þrátt fyrir að kjós­endur vilji hann, ekki. Mér finnst ó­trú­verðugt hjá fram­sókn ef þeir mynda nýjan meiri­hluta með gamla meiri­hlutanum, þar sem fram­sókn talaði fyrir breytingum,“ segir Hildur.

Fram hefur komið, meðal annars hjá Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur í Við­reisn, að flokkarnir sem stóðu að frá­farandi meiri­hluta utan borgar­full­trúa VG sem vill ekki starfa í meiri­hluta, standi saman. Hildur segist sátt við niður­stöður kosninganna þótt út­koma sjálf­stæðis­manna í borginni sé sú versta frá upp­hafi. Flokkurinn hafi átt sögu­legt há­stökk í fylgis­aukningu síðustu daga miðað við kannanir.

„Ég er á­nægð með að meiri­hlutinn fellur og að við höldum okkar stöðu sem stærsti flokkurinn. Niður­staðan er aug­ljóst á­kall um breytingar.“

Spurð hvort Hildur geri kröfu um borgar­stjóra­stól ef flokkurinn myndar meiri­hluta með fram­sóknar­mönnum og fleiri flokkum segir hún að hefð sé fyrir að odd­viti stærsta flokksins fái borgar­stjóra­stól. Hún telji þó mál­efnin skipta mestu máli.

„Nei, ég myndi ekki segja að ég haf misst af lestinni, ekki miðað við ó­form­leg sam­töl sem ég hef átt við odd­vita annarra flokka,“ segir Hildur.

Spurð nánar hvaða odd­vita hún hafi rætt við svarar hún að hún hafi átt ó­form­leg sam­töl við full­trúa þeirra flokka sem hafi lýst á­huga á að starfa með Sjálf­stæðis­flokknum.

„Við öndum með nefinu,“ segir Hildur.