#MeToo

Segir frá Jóni Bald­vini: „Voða­­lega á ég ljótan pabba“

Dóttir Jóns Bald­vins Hannibals­sonar segir frá kyn­ferðis­legri á­reitni föður síns.

Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Vilhelm

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins, greinir í löngu máli frá reynslu sinni af vist á heimili Jóns og eiginkonu hans, Bryndísar Schram. 

Hún segir frá því að vera nýkomin á heimili þeirra hjóna Jóns og Bryndísar. „Um miðja nótt, á Miklubraut 68, líkast til 5 ára gömul, vaknaði ég í rúmi foreldranna - þar sem ég átti ekkert rúm, við háværa tónlist og drykkjulæti inni í stofu. Ég, sem svaf nakin - að fyrirskipan móðurinnar, klæddi mig og gekk inn í stofu, þar sem ég sá hana, hálfnakta, dansa upp á borði við mikinn fögnuð föðurins og hinna karlanna,“ skrifar Aldís.

Sjá einnig: Mun tjá sig um málið þegar þar að kemur

Hún segist hafa beðið þau um að lækka í sér. Jón Baldvin Hannibalsson gekk þá til mín, settist á hækjur sér gegnt mér, horfði í augu mér, kveikti á vindli, sogaði inn reyknum og púaði framan í mig (móður minni til kátínu). Og þá hugsaði ég með mér: „Voðalega á ég ljótan pabba (en hitt vissi ég að hin svokallaða mamma mín væri vond).“,“ skrifar Aldís áfram.

Sérstakur #MeToo-hópur um Jón Baldvin

Meðfylgjandi færslunni birtir Aldís hlekk að sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin. Í hópnum eru 27 einstaklingar.

Síðar mun óviðeigandi hegðun Jóns hafa færst í aukanna. „Það var svo ekki fyrr en aðfaranótt föstudagsins langa, þann 29. apríl, árið 2002, úti í Washington, þá ég vaknaði (sem oftar) um miðja nótt (nánar tiltekið klukkan þrjú) við það að Jón Baldvin Hannibalsson sat uppi rúmi hjá mér, að það rifjaðist upp fyrir mér að hann hafði þarna á Miklubrautinni (þar sem ég bjó þegar ég var 5 til 6 ára) gefið mér verklega kennslu í sjálfsfróun,“ skrifar Aldís.

Sjá einnig: Segir Jón hafa skrifað ungum nem­endum „ástar­bréf“

Aldís greinir frá fleiri minningum sínum í færslunni, t.a.m. að Jón Baldvin hafi staðið í dyragættinni að herbergi Aldísar, „flaggandi kynfærum sínum framan í mig, þá ég (5 ára) lá nakin uppi í rúmi mínu, hjónarúminu þeirra“, eins og Aldís kemst að orði. Greinir hún jafnframt frá hvað vistin hjá hjónunum hafi tekið mjög á sig andlega. Færsluna í heild má lesa hér fyrir neðan.

Eins og frægt er skrifaði Jón óviðeigandi bréf til ungrar frænku eiginkonu sinnar bréfaskipta sem komust í kastljós fjölmiðla árið 2012. Kæru vegna bréfaskiptanna var vísað frá árið 2005.

Í annarri færslu á Facebook-síðu sinni birtir Aldís myndir af læknisvottorði þess efnis að hún sé ekki veik á geði. Segir hún að það sé gert til að kveða niður „þessa vísvitandi lygi“ Jón Baldvins um að hún sé geðveik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

#MeToo

Mun tjá sig um málið þegar þar að kemur

#MeToo

Segir Jón hafa skrifað ungum nem­endum „ástar­bréf“

#MeToo

Hildur reið út í fjöl­miðla: „Þetta er risa­stórt frétta­mál“

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing