Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, hvetur fólk til að halda ekki í sér með að fara í sýna­töku fram yfir helgi. Á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna sagði Óskar það valda sér á­hyggjum hversu færri sýna­tökurnar eru um helgar en á virkum dögum og velti því fram hvort að það væri vegna þess að fólk væri að bíða til mánu­dags með sýna­tökuna. Væri það smitað væri það al­var­legt. Hann sagði það mikil­vægt, sam­fé­lags­lega, að fólk kæmi eins fljótt í sýna­töku og það finni fyrir ein­kennum.

Hann sagði að þetta gangi yfir­leitt mjög hratt fyrir sig. Fólk fái stað­festingu í símann og það séu ekki langar raðir í sýna­tökuna sjálfa. Svo sé kerfið mjög hrað­virkt og að niður­staðan berist yfir­leitt á næsta sólar­hringnum.

Spurður um sýna­töku um jólin sagði hann að heilsu­gæslan væri nú að fara yfir hvernig henni væri háttað en sagði að það yrði reynt að tak­marka lokanir og að þau myndu halda á­fram að sinna skimun.

Óskar fjallaði í erindi sínu um ýmis lang­vinn á­hrif CO­VID-19 sem hefur verið fjallað um er­lendis eins og að minna eftir­lit sé með lang­vinnum sjúk­dómum og færri greiningar, eins og á krabba­meinum. Hann sagði það ekki eiga við hér­lendis og í­trekaði það sem áður hefur verið sagt að fólk ætti ekki að hika við að hafa sam­band við heilsu­gæsluna ef eitt­hvað ami að. Það sé best að byrja á því að hringja en svo fái fólk tíma ef það þarf að kanna málið betur.

Hann sagði að vel væri gætt að öllum sótt­vörnum á heilsu­gæslu­stöðvunum og að fólk þyrfti ekki að hafa á­hyggjur af því.