Tryggvi Guð­jón Inga­son, for­maður Sál­fræðinga­fé­lags Ís­lands, segir bið­lista­menninguna sem skapast hefur innan heil­brigðis­kerfisins fyrst og fremst af­leiðingu fjár­skorts. Þá sé mann­ekla einnig stórt vanda­mál. Líkt og með aðra starfs­menn innan heil­brigðis­þjónustunnar séu sál­fræðingar að flýja stéttina.

„Bið­listar eftir þjónustu sál­fræðinga eru búnir að vera lengi, þetta er ekki nýtt vanda­mál. Aðal­at­riðið er að það vantar fjár­magn inn í kerfið þannig að hægt sé að sinna þessari þjónustu betur. Það er vöntun á sál­fræðingum eins og hjá öðrum heil­brigðis­stéttum og þar kemur fjár­magn sterkt inn, til að geta greitt betri laun og fjölgað stöðum,“ segir Tryggvi.

Að sögn Tryggva er sá ramma­samningur um sál­fræði­þjónustu sem Sjúkra­tryggingar Ís­lands bjóða sál­fræðingum langt frá því að vera full­nægjandi, sem leiði af sér að sífellt færri sál­fræðingar kjósi að gera slíkan samning við Sjúkra­tryggingar.

„Í dag er samningurinn ekki að ná mark­miðum sínum. Það vantaði meira sam­ráð við okkur sál­fræðinga áður samningurinn kláraðist til þess að geta gert hann betri, þannig að hann sé nógu góður til að sál­fræðingar vilji fara á hann,“ segir Tryggvi.

„Það er þó búið að víkka samninginn út og setja inn sál­fræðinga á heilsu­gæsluna svo fleiri aðilar geti sótt þjónustu í þennan samning, sem er mjög já­kvætt,“ bætir hann við.

Í síðustu viku sat Tryggvi, ásamt fulltrúum Sálfræðingafélags Íslands, fund með Willum Þór Þórs­syni, heil­brigðis­ráð­herra, meðal annars vegna stöðunnar sem hefur skapast þegar kemur að sál­fræði­þjónustu.

„Við áttum gott sam­tal og það er mikill vilji til þess að gera betur frá öllum aðilum. Það er það sem við erum að fara af stað í og ég geri ráð fyrir að verði gert á næstunni. Mark­miðið er að sjálf­sögðu að það fari fleiri sál­fræðingar á samning og við munum vinna í átt að því,“ segir Tryggvi. Þá standi til að endur­skoða samninginn við Sjúkra­trygginga Ís­lands.

Tryggvi segist fagna þeirri vitundar­vakningu sem hefur orðið í geð­heil­brigðis­málum á síðustu árum, bæði meðal al­mennings og innan stjórn­sýslunnar. Þó telur hann að þörf sé á á­kveðinni við­horfs­breytingu varðandi fjár­mögnun heilbrigðískerfisins.

„Við erum ekki að setja nægi­lega mikið fjár­magn í heil­brigðis­kerfið í heild sinni. Svo ég tali nú ekki um geð­heil­brigðis­kerfið. Við erum að setja minna fjár­magn varðandi tekjur ríkisins í heil­brigðis­kerfið saman­borið við aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, eins og Norður­landa­þjóðirnar eða Bret­land,“ segir hann.

„Það þarf bara kröftug­legt fjár­magn inn í kerfið, sér­stak­lega geð­heil­brigðis­kerfið, til þess að grípa af stað. Við höfum ekki verið að byggja upp inn­viðina. Það þarf að vera meiri hvati fyrir fólk að fara í nám innan heil­brigðis­geirans og þar kemur inn laun og að­stæður. Til þess að fólk geti eða vilji koma og læra og vera inn í heil­brigðis­kerfinu þurfa þeir að fá laun sam­bæri­leg öðrum geirum,“ bætir hann við.

Rætt var við Tryggva á Fréttavaktinni á Hringbraut, sem er sýnd öll kvöld klukkan 18:30. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Tryggva í heild sinni