Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi Vinstri grænna, segist í opinni færslu á Face­book vera ó­sam­mála þeirri á­kvörðun að birta ekki lista yfir um­sækj­endur um for­stjóra OR. Það sé ó­eðli­legt að fé­lag, sem er í 90 prósent eigu Reykja­víkur­borgar og þar með al­mennings, sitji á gögnum og upp­lýsingum sem liggi til grund­vallar um fram­tíð Orku­veitunnar.

„Hér hefði átt að birta lista yfir um­sækj­endur eins og venjan er þegar ráðið er í opin­berar stöður. Svona felu­leikur er til þess fallinn að rýra traust og skapa orð­spors­á­hættu,“ skrifar Líf.