Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist í opinni færslu á Facebook vera ósammála þeirri ákvörðun að birta ekki lista yfir umsækjendur um forstjóra OR. Það sé óeðlilegt að félag, sem er í 90 prósent eigu Reykjavíkurborgar og þar með almennings, sitji á gögnum og upplýsingum sem liggi til grundvallar um framtíð Orkuveitunnar.
„Hér hefði átt að birta lista yfir umsækjendur eins og venjan er þegar ráðið er í opinberar stöður. Svona feluleikur er til þess fallinn að rýra traust og skapa orðsporsáhættu,“ skrifar Líf.