Alma í­búða­fé­lag segist nauð­beygt til að hækka leigu­verð á þeim samningum sem séu að renna út, sökum nú­verandi efna­hags­á­stands. Þá harmi fé­lagið þá stöðu sem komin sé upp hjá einum við­skipta­vina sinna sem fjöl­miðlar hafi fjallað um í fréttum síðustu daga. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Ingólfi Árna Gunnars­syni, fram­kvæmda­stjóra Ölmu í­búða­fé­lags.

Fyrr í vikunni greindi Frétta­blaðið frá máli Brynju Bjarna­dóttur, 65 ára ein­stæðrar konu og sjúk­lings, sem fékk heldur dapur­lega jóla­gjöf frá Ölmu í­búða­fé­lagi í tölvu­pósti í lok síðasta mánaðar, þegar henni var til­kynnt um 75 þúsund króna hækkun á leigu­verði á íbúð hennar við Hverfis­götu.

„Ég var nú búin að sætta mig vita að geta ekki haldið jól vegna peninga­leysis en ég bjóst ekki við því að ég færi á götuna líka,“ sagði Brynja í sam­tali við Frétta­blaðið.

Sam­kvæmt nú­verandi samningi hennar þá greiðir Brynja rúm­lega 250 þúsund krónur á mánuði í leigu. Alma býður henni hins vegar endur­nýjun á leigu­samningi með 325 þúsund króna grunn­leigu­verði.

Brynja er ör­yrki og fær 325 þúsund krónur í fram­færslu í hverjum mánuði og segir hún það rétt duga fyrir húsa­leigunni. Að­spurð um skýringarnar sem leigu­fé­lagið gefi vegna hækkunarinnar segir Brynja þær engar. „Þetta er bara peninga­græðgi.“

Í frétta­til­kynningu frá Ölmu segir að í­búða­fé­lagið hafi á undan­förnum árum reynt að koma til móts við þarfir við­skipta­vina sinna, meðal annars með því að fresta fyrir­huguðum verð­hækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónu­veirufar­aldurinn gekk yfir.

„Um mitt ár, þegar aukin ó­vissa var í efna­hags­lífinu, bauð fé­lagið á­fram­haldandi leigu­samninga á ó­breyttum kjörum sem flestir við­skipta­vina þáðu. Al­mennt reynir Alma að sýna við­skipta­vinum sínum sveigjan­leika ef að­stæður breytast, þó það takist ekki alltaf,“ segir í til­kynningunni.

Þá sé Alma í­búða­fé­lag nauð­beygt til að hækka leigu­verð á þeim samningum sem séu að renna út.

„Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lág­marki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjöl­miðlar hafa fjallað um endur­speglar ekki al­mennt þær verð­hækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leigu­verð í­búða og hækkanir miðast við stærð, stað­setningu og á­stand, óháð því hver leigir þær,“ segir í til­kynningunni.

Þá kemur fram að í­búða­fé­lagið Alma starfi á al­mennum leigu­markaði, þjónusti á­kveðinn hóp leigj­enda og sé einungis með um fjögur prósent af leigu­markaðinum með um eitt þúsund manns í við­skiptum.

„Alma býður upp á hátt þjónustu­stig, þar á meðal þjónustu allan sólar­hringinn. Alma leitar stöðugt nýrra leiða til að bæta ferla og mun nota þetta tæki­færi til að endur­skoða verk­lag við endur­nýjun samninga,“ segir í til­kynningunni.

Þá sé hagnaður fé­lagsins fyrir síðasta ár, sem fjöl­miðlar hafi tengt við stöðu á leigu­markaði, að mestu leyti til­kominn vegna mats­breytinga á eignum og hækkun verð­bréfa í skráðu fé­lögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs.