Bjørn Gul­stad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnars­sonar, er ó­sáttur við á­kæru á hendur skjól­stæðingi sínum sem gefin var út í gær. Hann segir að um al­var­lega yfir­sjón af hálfu á­kæru­valdsins hafi verið að ræða og full­yrðir að engar sannanir séu fyrir því að Gunnar hafi ætlað að myrða bróður sinn.

„Það eru engin sönnunar­gögn í málinu sem styðja að hann hafi tekið með­vitaða á­kvörðun um að hleypa af,“ segir Bjørn í sam­tali við RÚV.

Á­kæra var gefin út á hendur Gunnari Jóhanni í gær en hann er sakaður um morðið á hálf­bróður sínum, Gísla Þór Þórarins­syni, í norska smá­bænum Mehamn í apríl í fyrra.

Bjørn segist ó­sáttur við að Gunnar sé á­kærður fyrir mann­dráp og lýsir því sem svo að Gunnar hafi ógnað bróður sínum með byssunni og að Gísli Þór hafi þá gripið til varna sem hafi leitt til þess að hlaupið hafi úr byssunni fyrir slysni. Þar af leiðandi sé um mann­dráp af gá­leysi að ræða.

Á­kæran á hendur Gunnari er í sex liðum, en auk þess sem Gunnar er á­kærður fyrir mann­dráp er hann einnig á­kærður fyrir hótanir, hús­brot á heimili Gísla Þórs, brot á nálgunar­banni, að hafa stolið bíl hans og ekið bílnum undir á­hrifum.

Réttar­höld í málinu hefjast mánu­daginn 23.mars við Héraðs­dóm Vadsø. Málið var sent til sak­sóknara­em­bættisins í Troms og Finn­mörk í nóvember á síðasta ári en nokkrar tafir voru á rann­sókn málsins. Upp­runa­lega var búist við að aðal­með­ferð færi fram í byrjun desember en fallist var á seinkun þar sem rann­sókn var ekki lokið.