Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, gagn­rýnir for­gangs­röðun yfir­valda þegar kemur að bólu­setningu vegna CO­VID-19, í há­degis­fréttum Bylgjunnar í dag.

Kári segist telja það skringi­legt að 60 ára og eldri séu í sjötta sæti á for­gangs­lista stjórn­valda. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólu­settir fyrstir því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast.

Líkt og fram hefur komið stað­festi Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, síðastiliðinn föstu­dag reglu­gerð um for­gangs­röðun um bólu­setningu. Var þar horft til við­miða Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar.

Munu heil­brigðis­starfs­menn á bráða­mót­töku og gjör­gæslu­deildum fá bólu­efnið fyrstir, þar á eftir starfs­menn á CO­VID-19 göngu­deildum. Ein­staklingar 60 ára og eldri eru svo í sjötta sæti á for­gangs­listanum.

Kári segir þetta skjóta skökku við: „Vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára er með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja.“

Kári tekur fram að það sé ekki sitt hlut­verk að segja Svan­dísi fyrir verkum. „Við erum með mjög góðan heil­brigðis­ráð­herra og ég er alveg viss um að þegar hún fer að skoða þetta nánar þá hniki hún ein­hverju til, það væri mjög líkt henni.“