Innlent

Segir ekki þörf á um­boðs­manni flótta­manna

Sig­ríður Á. Ander­sen dóms­mála­ráð­herra telur ekki þörf á stofnun sér­staks em­bættis um­boðs­manns flótta­manna hér á landi. Þetta kemur fram í svari ráð­herra við fyrir­spurn Rósu Björk Brynjólfs­dóttur, þing­manns Vinstri grænna.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Stefán

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra telur ekki þörf á stofnun sérstaks embættis umboðsmanns flóttamanna hér á landi. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Þingsályktunartillaga þess efnis að fýsileikakönnun yrði gerð á kostum og þörf stofnunar slíks embættis var lögð fram fyrir tveimur árum og stóð til að kynna hana 1. september í fyrra.

Í svari Sigríðar segir að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar varðandi stofnun embættis umboðs flóttamanna. Ráðuneytið hafi endurnýjað samning við Rauða krossinn og Útlendingastofnun um að annast talsmannaþjónustu við umsækjendur auk ákveðinnar félagslegrar þjónustu.

Hlutverk talsmanns sé að leiðbeina skjólstæðingi varðandi meðferð máls fyrir stjórnvöldum, veita virka aðstoð sem fyrst og fremst tekur mið af hagsmunum og réttarstöðu skjólstæðingsins og veita hlutlausar og óhlutdrægar upplýsingar ásamt annarri einstaklingsmiðaðri þjónustu. 

„Lögð er áhersla á að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé aðgengileg og flækjustigi haldið í lágmarki fyrir þá einstaklinga sem eiga í hlut. Þá hefur nefnd um samræmda móttöku flóttafólks einnig unnið að kortlagningu á þeirri þjónustu sem flóttafólk hefur fengið í kjölfar þess að hafa sótt um alþjóðlega vernd og gerð tillagna að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk,“ segir í svari ráðherra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing