Geoffrey Huntington-Willams, rekstrarstjóri og einn af eigendum Priksins segir að ekkert smit hafi verið rakið til Priksins né annarra staða sem hann og Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi tengjast. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Hann tekur fram að sér sé illa við það þegar þegar rekstraraðilar nota ákveðnar yfirlýsingar sjálfum sér til framdráttar en sér þyki vert að taka fram að ekkert smit hafi verði rakið til þeirra.

Þá segir hann að skömmin væri engin ef svo væri og að sem veitingahúseigandi myndi hann aldrei halda slíkum upplýsingum leyndum.

Sem veitingarhúsaeigandi myndi ég aldrei rægja samstarfsfélaga mína né kjöldraga þá þessa dagana, ástandið er svo sannarlega nógu erfitt fyrir."

Ekki heim­ilt að gefa upp nöfn staðanna

Fram hefur komið að fjöldi smita sem greinst hefur á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga megi rekja til skemmtistaða og veitingastaða. Aðeins hefur verið upplýst um nafn The Irishman Pub, en eru fleiri staðar til skoðunar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði aðspurður á upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag að eig­end­ur margra staða hefðu óskað eft­ir því að gæta leynd­ar. Hann seg­ir að yf­ir­völd verði að verða við þeirri ósk. Þá hvatti hann eigendur þeirra staða, þar sem upp hafa komið smit, til að gefa sig fram.

Skemmtistöðum og börum á höfuðborgarsvæðinu var lokað tímabundið um helgina vegna ástandsins.