Helga Vala Helga­dóttir, þing­flokks­for­maður Sam­fylkingarinnar, segir að Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, ætti að ein­beita sér að sínum störfum og skyldum og ein­blína á að fjár­magna bæði fangelsi og lög­reglu heldur en að vera í „spælingar­pólitík“ við stjórnar­and­stöðu­flokkana. Tæp­lega 320 manns bíði nú af­plánunar vegna dóma sem hafi fallið. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

Helga Vala segir það liggja ljóst fyrir að bæði fangelsin og lög­reglan séu veru­lega van­fjár­mögnuð.

„Lög­reglan kallar eftir frekara fjár­magni til að geta sinnt sínum störfum. Þá liggur fyrir að 320 manns um það bil bíða nú af­plánunar vegna dóma sem hafa fallið, og þar á meðal eru al­var­leg of­beldis­brot og mögu­lega brot sem falla undir skipu­lagða glæpa­starf­semi. Þannig að ég held að dóms­mála­ráð­herra ætti að­eins að huga að því, að taka þetta fólk af götunum og leyfa þeim að hefja af­plánun,“ segir Helga Vala.

Þá segir Helga Vala lög­regluna ekki vera að kalla eftir heimild til að bera raf­byssur, líkt og dóms­mála­ráð­herra leggur til í nýju frum­varpi. Slíkt sé ein­göngu til þess fallið að skapa ótta.

„Þetta er hluti af þessu, að búa til eitt­hvað stríð og búa til ein­hvern ótta. Lög­reglan er ekki að kalla eftir þessu. Ef lög­reglan þarf ein­hverjar upp­lýsingar eða rann­sóknar­heimildir, þá fer lög­reglan fyrir dóm­stóla. Þar eru góðir dómarar á vakt allan sólar­hringinn alla daga ársins og sinna því að veita þessar heimildir. Þannig að við skulum byrja á réttum enda,“ segir Helga Vala.