Innlent

Segir Davíð troða sjúkri heims­mynd upp á fólk

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vandar Davíð Oddssyni ekki kveðjurnar í færslu á Facebook, vegna leiðara Morgunblaðsins í dag.

Sólveig Anna og Davíð eiga fátt sameiginlegt.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fer hörðum orðum um Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í færslu á Facebook í kvöld. Þar fjallar hún um þau orð Davíðs að forysta Eflingar hafi valdið miklu tjóni með framferði sínu. 

Í leiðara Morgunblaðsins segir að forysta Eflingar skorti tengsl við raunveruleika félaga í Eflingu. „Forysta Eflingar hefur þegar valdið miklu tjóni með framferði sínu og skaðað atvinnulíf og þar með launþega með því að láta ítrekað að því liggja að framundan séu hörð átök á vinnumarkaði.

Sólveig Anna segir það rétt að forysta Eflingar hafi valdið tjóni. „Tjóni á þeirri sjúku heimsmynd sem hann og félagar hans hafa troðið upp á fólk, sadískri heimsmynd valdasjúks fólks sem getur ekki hugsað sér að lifa í sátt og samlyndi við samborgara sína, heldur telur það mannréttindi að fá að arðræna.  Við höfum valdið miklum skaða á heimsmynd þeirra sem þrá ekkert frekar en að halda fólki niðri, með verkefninu um Fólkið í Eflingu, með því að búa til glæsilegt pláss fyrir upplifanir og sögur verka og láglaunafólks, sögur af lífi þeirra sem vinna vinnuna sem lífsstíll Davíðs og vina hans hvílir á,“ skrifar hún meðal annars.

Hún áréttar að stefnan sé að vinna að meiri kjarabótum félagsmanna Eflingar. „Við ætlum okkur að vinna að því eftir fremsta megni og af algjörri sannfæringu að verka og láglaunfólk sem starfar á Íslandi fái allt það pláss sem það á skilið í samfélaginu, fái það sem það á inni fyrir alla sína ótrúlega miklu og mikilvægu vinni, fái völd og fái það sem tekið hefur verið af því til baka: Samþykki samfélagsins á því að vinnuaflið sjálft ræður því hvaða kröfur það setur fram og hvaða aðferðir það notar í baráttu sinni fyrir efnahagslegu réttlæti sér til handa.
Við ætlum ekki að sætta okkur við að okkur sé haldið undirsettum. Væl og hræðsluáróður frekustu og leiðinlegustu meðlima þessa samfélags breyta nákvæmlega engu um það.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

endómetríósa

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Innlent

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Umhverfismál

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing

Nýjast

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Spyr ráðherra um brottvísun barna

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Mót­mæla nú fyrir framan lög­reglu­stöðina

Kærður fyrir þrjár líkamsárásir í sömu vikunni

Auglýsing