Sam­skipti Banda­ríkjanna og Rúss­lands eru með versta móti um þessar mundir og munar þar mest um á­standið í Úkraínu. Á­sakanir ganga á víxl milli stór­veldanna og við­ræður þeirra á milli litlu skilað. Stríðs­á­stand hefur geisað í austur­hluta Úkraínu frá því árið 2014, þar sem stjórn­völd berjast gegn upp­reisnar­mönnum sem njóta stuðnings Rúss­lands.

Nú síðast voru gerðar um­fangs­miklar tölvu­á­rásir á inn­viði í Úkraínu og saka stjórn­völd þar og í Was­hington Rússa um að standa að baki þeim. Þessu hafna stjórn­völd í Kreml ein­dregið.

Sömu­leiðis þykir ríkjunum tveimur afar grun­sam­legt að Rússar flytji til her­lið innan eigin landa­mæra og færi það nær landa­mærunum að Úkraínu.

Nú hefur banda­ríska frétta­síðan Ya­hoo News flett ofan af leyni­legri þjálfunar­á­ætlun banda­rísku leyni­þjónustunnar CIA í Úkraínu. Verk­efnið hófst árið 2015 í stjórnar­tíð Barack Obama, hélt á­fram undir Donald Trump og hefur nú­verandi for­seti Joe Biden bætt í.

Úkraínskur her­­maður í skot­­gröf á víg­línunni í austur­hluta landsins í desember.
Fréttablaðið/Getty

Það felst meðal annars í því að her­þjálfaðir út­sendarar leyni­þjónustunnar þjálfa sér­sveitir Úkraínu­hers og þar­lent leyni­þjónustu­fólk í hernaðar­tækni, til að mynda notkun skot­vopna, upp­lýsinga­öflun og öðru. Hvað felst til að mynda í hug­takinu upp­lýsinga­öflun er ó­ljóst í sam­hengi hernaðar­tækni­þjálfunarinnar sem hér ræðir um.

Sam­kvæmt frétt Ya­hoo eru deildar meiningar um hvernig skil­greina skuli verk­efnið enda reyna banda­rísk stjórn­völd að stíga var­lega til jarðar í að­stoð við varnir Úkraínu þar sem þau vilja ekki styggja Rússa um of.

Banda­rískir em­bættis­menn þver­taka hins vegar fyrir að hægt sé að nota þá þjálfun sem Úkraínu­mönnum er veitt til á­rása á Rússa, einungis sé verið að kenna þeim hvernig þeir geti varist á­gangi þeirra. „Til­gangur þjálfunarinnar og þeirrar þjálfunar sem var veitt er að að­stoða við upp­lýsinga­söfnun,“ segir hátt­settur em­bættis­maður innan leyni­þjónustunnar við Ya­hoo. Hvort það verði raunin er til kastanna kemur er hins vegar erfitt að spá fyrir um.

Enn er ekkert út­lit fyrir enda­lok á­takanna í Úkraínu.
Fréttablaðið/Getty

Verk­efnið hefur falið í sér „mjög sér­hæfða þjálfun“ sem veitir Úkraínu­mönnum „aukna getu til að svara Rússum“ segir heimildar­maður Ya­hoo sem áður var hátt­settur innan CIA, meðal annars „her­kænsku­hlutir“ sem „verða fljótt ansi á­rásar­legir ef Rússar ráðast inn í Úkraínu“.

Annar heimildar­maður, sem áður starfaði fyrir CIA, var bein­skeyttari: „Banda­ríkin eru að þjálfa upp­reisnar­menn“ í að „drepa Rússa“. Þessu hafnar tals­maður CIA, Tam­my Thorp. „Að­dróttanir um að við höfum þjálfað vopnaða upp­reisnar­menn í Úkraínu eru ein­fald­lega ó­sannar.“

Fréttablaðið/Getty