Meir­a en 850 millj­ón­ir Kín­verj­a búa ekki leng­ur við sár­a­fá­tækt. Þett­a full­yrt­i Xi Jin­ping, for­set­i lands­ins, í sjón­varps­á­varp­i í dag þar sem þeim sem tek­ið hafa þátt í bar­átt­unn­i gegn sár­a­fá­tækt var fagn­að. Á þeim átta árum sem hann hef­ur ver­ið í for­set­a­stól­i hafi um hundr­að millj­ón­um ver­ið bjarg­að frá sár­a­fá­tækt sagð­i hann.

Frá því að kín­versk­i komm­ún­ist­a­flokk­ur­inn sigr­að­i borg­ar­a­stríð­ið í land­in­u 1949 hef­ur hann stað­ið fyr­ir gríð­ar­leg­a um­fangs­mik­ill­i her­ferð gegn sár­a­fá­tækt og sagð­i Xi um að „af­rek án hlið­stæð­u“ væri að ræða af hálf­u rík­is á ný­öld.

„Það er ekk­ert ríki sem gæti náð slík­um ár­angr­i við að út­rým­a fá­tækt á svon­a stutt­um tíma,“ full­yrt­i Xi. „Að út­rým­a sár­a­fá­tækt er enn eitt stórt af­rek mann­kyns og verð­ugt þess að því verð­i hald­ið á loft­i í sög­unn­i. Þett­a er mik­ill heið­ur kín­versk­a komm­ún­ist­a­flokks­ins og fólks­ins,“ sagð­i Xi enn frem­ur.

Xi Jin­ping, for­set­i Kína

Er Xi tók við em­bætt­i for­set­a árið 2013 gerð­i hann út­rým­ing­u sár­a­fá­tækt­ar eitt af lyk­il­mál­um nýrr­ar stjórn­ar sinn­ar og var mark­mið­ið að ljúk­a því fyr­ir árs­lok síð­ast­a árs. Í lok 2019 voru í­bú­ar Kína tæp­leg­a 1,4 millj­arð­ar.

Al­þjóð­a­bank­inn hef­ur hrós­að kín­versk­um stjórn­völd­um fyr­ir ár­ang­ur sinn í bar­átt­unn­i gegn sár­a­fá­tækt og sagð­i árið 2017 að „ár­ang­ur­inn væri án hlið­stæð­u.“ Um 70 prós­ent af út­rým­ing­u sár­a­fá­tækt­ar hefð­i ver­ið í Kína frá ní­und­a ár­a­tugn­um.