Valkostirnir er kemur Brexit verða stöðugt þrengri og erfiðari í framkvæmd segir breski heilbrigðisráðherrann Matt Hancock og vísar hann þar sérstaklega í atkvæðagreiðslu breska þingsins í gærkvöldi, þar sem samþykkt var að ákvarðanatökur úr höndum ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur á vef BBC. 

Hancock segir að ríkisstjórnin muni hlusta á þingmenn en geti ekki lofað því með fullkominni vissu að fylgja eftir því sem þingmennirnir ákveðið að gera. Hann hvatti þingmenn til að styðja samning Theresu May og ítrekaði að þingmenn hefðu hafnað útgöngu án samnings og annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Afar ólíklegt verður að teljast að May muni geta fylkt þinginu á bakvið samning sinn í þriðja skiptið sem kosið yrði um samninginn en hún hefur sagt að ekki standi til að kjósa um samninginn þar til að það sé fullomlega ljóst að þingið standi að baki samningnum.

Breskir þingmenn hafa rætt það sín á milli hvaða aðrar leiðir en samning May hægt væri að fara í útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og verður kosið um nokkrar hugmyndir á morgun. Í frétt BBC kemur fram að þar verði líklegast kosið um „mýkra Brexit,“ tollabandalag með Evrópusambandinu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og þá komi í ljós á morgun hvað nákvæmlega breska þingið vill gera í Brexit. Auk þess verður kosið um seinkun Brexit fram yfir 29. mars.