Krist­rún Frosta­dóttir for­maður Sam­fylkingarinnar segir skýrsla Ríkis­endur­skoðunar stað­festa það sem stjórnar­and­staðan benti á í vor, þegar hluti ríkisins í Ís­lands­banka var seldur.

„Á­byrgðin er ráð­herrans. Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar er á­fellis­dómur yfir verk­lagi ráð­herra við sölu Ís­lands­banka. Hún stað­festir það sem við bentum á í vor,“ segir Krist­rún.

„Það bendir allt til þess að lögum um sölu­með­ferð eignar­hluta ríkisins í fjár­mála­fyrir­tækjum hafi ekki verið fylgt – um hæsta verð og jafn­ræði. Ráð­herra átti að tryggja að þessum mark­miðum væri náð, en þar brást hann,“ segir hún.

Krist­rún segir sleifar­lag ráð­herra hafa skaðað hags­muni ríkis­sjóðs og að jafn­ræðis hafi ekki verið gætt. „Fyrir vikið er traust til stjórn­valda og til fjár­mála­kerfisins laskað. Það er al­var­legt,“

Þá segist Krist­rún þurfa tíma til að fara yfir skýrsluna og leggja mat á stöðuna. „En það er ljóst að þessu máli er ekki lokið.“

Krist­rún segist ætla að tjá sig frekar um skýrsluna á Al­þingi síðar í dag. Þing­fundur hefst klukkan 15 í dag og fyrst á dag­skrá er ó­undir­búinn fyrir­spurna­tími.

Ríkis­endur­skoðun gerði fjöl­margar at­huga­semdir við söluna á Ís­lands­banka. Skýrslan var birt í morgun en þar eru gerðar at­huga­semdir við undir­búning, upp­lýsinga­miðlun, fram­kvæmd sölunnar og ýmsar á­kvarðanir sem teknar voru um að gefa af­slátt á loka­verði og hvernig það hafi verið á­kveðið hverjir væru hæfir fjár­festar.