Nemandi við Mennta­skólann við Hamra­hlíð segir mót­mælin og bar­áttuna í MH hafa hjálpað henni að vinna úr kyn­ferðis­of­beldi sem hún varð fyrir í fyrra. Hins vegar hafi hún fengið hótanir frá vinum geranda og fjöl­skyldu, eftir að nafn hans var skrifað á vegg MH.

Konan, sem vill ekki láta nafn síns getið, ræddi við Eddu Falak í hlað­varps­þættinum Eigin Konur. Hún segist lengi hafa verið hrædd við geranda sinn og vini hans vegna fyrr­nefndra hótana.

“Það hringir í mig ná­ungi sem þykist vera lög­fræðingur. Hann segir við mig að hann sé að hringja fyrir hönd geranda míns og ætli að kæra mig fyrir brot á mann­orði ef ég held ekki kjafti,“ segir konan.

Við­talið í heild sinni má finna á heima­síðu hlað­varps­þáttarins Eigin Konur.