Drífa Snæ­dal, for­seti Al­þýðu­sam­bandsins, segir að at­vinnu­rek­endur eigi ekki heimtingu á upp­lýsingum um heilsu­far eða bólu­setningar starfs­fólks nema í undan­tekningar­til­vikum þar sem starfs­fólk vinnur til dæmis með við­kvæmum hópum. Þá segir hún enn fremur að at­vinnu­rek­endur geti ekki krafið fólk um að fara í bólu­setningu eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sótt­kví af yfir­völdum.

Þetta segir Drífa í nýjum föstu­dags­pistli sínum en þar kemur fram að undan­farið hafi ASÍ borist fjöldi fyrir­spurna sem eru tengdar fram­ferði at­vinnu­rek­enda gagn­vart starfs­fólki sínu í tengslum við bæði sótt­kví og bólu­setningar.

„Ef launa­manneskjan er í sótt­kví, þá er hún í sótt­kví og það ber at­vinnu­rekanda að virða. Allt vald­boð eða skipanir verða einungis til þess að sam­staða um sótt­varnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sótt­varnir og aðrar að­gerðir til að halda sam­fé­laginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því á­fram,“ segir Drífa í pistlinum.

Þar fer hún einnig yfir þær breytingar sem taka gildi á mið­nætti í kvöld og það sem gengið hefur á síðustu tvö ár, fórnir fólks og álag á á­kveðnar stéttir.

„Vinnandi fólk hefur komið til móts við at­vinnu­rek­endur og vinnu­staði með sótt­vörnum, breytingu á vinnu­til­högun, skipu­lagi or­lofs og jafn­vel grund­vallar­breytingu á störfum. Við höfum al­mennt öll lagt okkar af mörkum til að sam­fé­lagið og at­vinnu­lífið geti gengið á­fram,“ segir Drífa og að ein mikil­vægasta á­kvörðunin sem tekin hafi verið í far­aldrinum sé að greiða laun í sótt­kví og að bjóða upp á hluta­bóta­leið.

Hún á­réttar þó að þó svo að þessar að­gerðir hafi flestar gengið vel eigi fyrir­tæki ekki heimtingu á ríkis­stuðningi við þessar að­stæður og kallar eftir því að skýrar reglur séu settar um það hvernig fyrir­tæki hagi sér fái þau slíkan stuðning.

„Það er líka lág­mark að þau fyrir­tæki sem njóta stuðnings undir­gangist skil­yrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflands­fé­lög, kaupa ekki eigin hluta­bréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu.