Magnús Davíð Norð­dahl, odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir al­var­lega á­galla vera á talningu at­kvæða í sínu kjör­dæmi. Hann segir að um­boðs­mönnum lista Pírata í kjör­dæminu ekki hafa verið gert við­vart um endur­talninguna.

„Ég sá það fyrst í fjöl­miðlum og óskaði strax eftir því að talningu yrði frestað þangað til við kæmum á talningar­stað. For­maður kjör­stjórnar varð ekki við þeirri kröfu og var endur­talning hafin þegar ég kom á staðinn,“ segir Magnús í færslu á Face­book-síðu sinni.

Magnús segir að kjör­gögnin hafi ekki verið inn­sigluð eftir lok talningarinnar heldur hafi þau verið skilin eftir í sal í Hótel Borgar­nesi þegar talningar­fólk fór heim.

„Varsla og eftir­lit á þeim tíma, sem leið frá lokum talningar og fram að endur­talningu, þegar starfs­fólk mætti aftur liggur ekki fyrir,“ segir Magnús. „Hótelið var opið og þar mátti sjá gesti þegar endur­talning fór fram.“

Ekki að­eins varð breyting á fjölda at­kvæða hjá fram­boðunum, segir Magnús, heldur varð einnig breyting á fjölda ó­gildra og auðra at­kvæða sem voru taldir.

„Svona vinnu­brögð í lýð­ræðis­legu ferli kosninga og talningar eru al­gjör­lega ó­á­sættan­leg,“ segir Magnús.