Innlent

Segir allra augu beinast að Katrínu: „Nú er mér nóg boðið“

Fyrrverandi forsætisráðherra segir að hugmyndir um skerðingar til öryrkja verði prófsteinn á VG og Katrínu sé að ræða.

Katrín og Jóhanna hafa, einar kvenna á Íslandi, verið forsætisráðherrar.

Lætur hún þetta yfir sig og sinn flokk ganga?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um þau áform ríkisstjórnarinnar að skerða framlög til öryrkja um rúman milljarð króna, frá því sem boðað var í fjárlagafrumvarpinu.

Jóhanna segir að fram til þessa hafi hún talað fyrir því að beina gagnrýni á ríkisstjórnina á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og íhaldinu, fremur en að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og hennar flokki. „En nú er mér nóg boðið,“ segir Jóhanna.

Hún segir að málið verði prófsteinn á Katrínu og VG. „Hvort þau láti það yfir sig ganga að skerða framlög til öryrkja um rúman milljarð frá því sem boðað var í fjárlagafrumvarpinu. Ég blæs á fyrirslátt fjármálaráðherra að þetta sé gert vegna þess að kerfisbreytingar á örorkulífeyrisgreiðslum verði ekki tilbúnar um áramótin,“ segir Jóhanna á Facebook. Hægðarleikur sé að láta þær breytingar gilda afturvirkt frá 1. janúar. Hún nefnir afturvirkar launahækkanir Kjararáðs sem dæmi um slíkar ráðstafanir.

„Nú munu allra augu beinast að forsætisráðherra. Lætur hún þetta yfir sig og sinn flokk ganga – flokk sem í orði a.m.k. segist vera málsvari öryrkja – eða verður þetta staðfesting á því sem margir halda fram, þ.e. að það sé íhaldið sem ræður ferðinni í þessari ríkisstjórn?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda

Innlent

Öryrkjar hjóla í Katrínu: Hvað þarf að bíða lengi?

Öryrkjar

Fagna stefnu ASÍ

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing