Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á fund­i borg­ar­stjórn­ar í dag þar sem rætt var um til­lög­u borg­ar­stjórn­ar um breyt­ing­u á skól­a- og frí­stund­a­starf­i í norð­an­verð­um Graf­ar­vog­i og lok­un Keld­u­skól­a.

Alex­andr­a Briem tók til máls og svar­að­i þar Kol­brún­u Bald­urs­dótt­ur, borg­ar­full­trú­a Flokks fólks­ins, sem hélt því fram að starfs­hóp­i hafi ver­ið skip­að að kom­ast ekki að neinn­i ann­arr­i nið­ur­stöð­u en að loka skól­an­um.

Alex­andr­a sagð­i það ekki rétt og held­ur ekki það sem Kol­brún vild­i hald­a fram um að í­bú­ar í Graf­ar­vog­i hafi ver­ið hunds­að­ir. Hún hefð­i bæði hitt marg­a íbúa og svar­að mörg­um tölv­u­póst­um.

„Grund­vall­ar­for­send­a var að það þyrft­i að leys­a þenn­an fá­menn­is­vand­a í bekkj­un­um og tryggj­a að rekst­ur­inn mynd­i stæð­i und­ir sér,“ sagð­i Alex­andr­a.

Hún sagð­i enga af lausn­un­um sem fram hafa kom­ið leys­a úr vand­an­um og sagð­i að við­brögð fólks kæmu sér á ó­vart mið­að við hvern­ig brugð­ist var við breyt­ing­un­um

Þá bætt­i Alex­andr­a því við að henn­i þætt­i það ekki í lagi að leggj­a öðr­um orð í munn og sagð­i Kol­brún­u hafa „lagt þeim svip í and­lit“ og að hún kynn­i ekki að meta það.

Líkaði illa að heyra fliss og sjá sérkennilega svipi

Kol­brún tók þá aft­ur til máls og sagð­ist ekki vita hvað Alex­andr­a ætti við en að henn­i lík­að­i það illa þeg­ar hún væri að tala um við­brögð for­eldr­a að heyr­a fliss og ann­að slíkt og sjá sér­kenn­i­leg­a svip­i á borg­ar­full­trú­um úr sal.

„Mér finnst að við ætt­um að sýna þess­u fólk­i virð­ing­u. Hér er ver­ið að traðk­a á til­finn­ing­um þess­a fólks og fé­lags­legr­i stöð­u þess­ar­a barn­a. Þau eru ó­sátt við þett­a og við hljót­um að geta stillt okk­ur rétt á með­an,“ sagð­i Kol­brún.

Kol­brún sagð­i Alex­öndr­u hafa svör við öllu og að hún væri „stærst­i bess­erv­iss­er­inn hér í saln­um“ og spurð­i hvað hún viss­i um það sem er sagt á net­in­u og ann­ar stað­ar. Kol­brún kall­að­i að lok­um eft­ir því að for­mað­ur skól­a- og frí­stund­a­sviðs mynd­i koma á fund borg­ar­stjórn­ar svo að þau feng­u upp­lýs­ing­ar frá fyrst­u hend­i.

Paw­el, for­set­i borg­ar­stjórn­ar, á­rétt­að­i þá að Alex­andr­a er var­a­for­mað­ur skól­a- og frí­stund­a­ráðs og sagð­i að sér þætt­i ekki í lagi að borg­ar­full­trú­ar gefi í skyn að sam­tal við einn full­trú­a sé ekki merk­i­legr­a en við ann­an. Hún væri var­a­for­mað­ur og ætti full­an rétt á því að tjá sig um mál­ið.

Alex­andr­a tók þá aft­ur til máls og sagð­i að hún hefð­i ætl­að að á­rétt það sem Paw­el sagð­i og spurð­i Kol­brún­u hvern­ig sé hægt að eiga sam­tal þar sem spurn­ing­a er spurt. Ef þau svar­i ekki séu þau gagn­rýnd fyr­ir að tjá sig ekki og ef þau svar­i þá séu þau orð­in „bess­erv­iss­er­ar og ég veit ekki hvað“. Hún velt­i því fyr­ir sér hvað hafi orð­ið til þess að ekki væri hægt að eiga upp­bygg­i­legt sam­tal. Hún væri að reyn­a að svar­a af ein­lægn­i og að hún hafi vit­að að

„Ég er ekki að fliss­a út í loft­ið eins og er ver­ið að gefa í skyn. Ég er mjög, mynd­i jafn­vel segj­a brún­a­þung en ég fór ný­leg­a í að­gerð og lét minnk­a á mér aug­a­brún­in­a, en ég veit ekki. Hvort vilt­u að við svör­um spurn­ing­un­um þín­um eða ekki?“ spurði Alexandra að lokum.

Hægt er að fylgj­ast með um­ræð­um í beinn­i hér að neð­an.