Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að sögur fjöldi kvenna sem sakað hafa hann um bæði kynferðislegt ofbeldi og áreitni svipi til kvikmyndahandrits sem hann hafi fengið í hendur sínar árið 2006 og spyr hvort söguþráður kvennanna og handritsins séu „spunn­ar í sömu leiksmiðjunni?“ Hann segir handritið ritað af dóttur sinni, Aldísi Schram.

Jón greinir frá því að í grein sinni að hafi kært konurnar, sem hafi stigið fram undir nafni, og hann kallar „slúðurbera í fjölmiðlum“, fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði.

Jón segir frá því í grein sinni að hann hafi varið kvöldstund í að lesa yfir sögurnar sem hafi verið birtar í „„stuðnings­hópi“ Al­dís­ar Schram á net­inu.“ Hann segir höfundana skiptast í tvo hópa og að subbulegustu sögurnar séu nafnlausar „Það þýðir að höf­und­arn­ir þora ekki að standa við orð sín,“ segir Jón og bætir við að þegar þannig er þá geti sá sem „rægður er“ ekki varið sig.

Hann segir þó eina sögu undantekningu á því og það sé saga konu sem greinir frá því að hann hafi áreitt sig þegar hún var á unglingsaldri árið 1996 í ráðherrabústaðnum. Jón segir að hann hafi aldrei verið veislugestur í ráðherrabústaðnum árið 1996 og því fái slíkar sögur ekki staðist.

Hann hafði samband við veisluhöld ríkisins, sem annaðist veitingar á þessum árum, til að staðfesta það. Svarið, sem ekki er vottað með nafni, má sjá hér að neðan. Þar segir að hann hafi ekki verið veislugestur og þar hafi enginn unnið undir lögaldri. 

„Af gefnu til­efni vott­ar und­ir­ritaður það hér með, að Jón Bald­vin Hanni­bals­son var aldrei veislu­gest­ur í Ráðherra­bú­stað á ár­inu 1996. Sög­ur um orð hans og at­hafn­ir í eða eft­ir veislu í ráðherra­bú­stað á því ári fá því ekki staðist. Þess skal og getið, að eng­inn í starfsliði mínu í eld­húsi var eða hef­ur verið und­ir lögaldri.“

Jón segir að með þessu svari sé það staðfest að sagan sé „uppspuni frá rótum“. Hann segir að þessi saga hafi minnt hann á kvikmyndahandritið sem fjallað er um hér að ofan.

„Söguþráður­inn er sá sami og í sög­um #met­oo-kvenn­anna. Sömu sögu­per­són­ur. Sama kyn­lífsþrá­hyggj­an. Sama heilagsanda upp­hafn­ing­in. Meira að segja keim­lík­ar verknaðarlýs­ing­ar. Er þetta allt sam­an hrein til­vilj­un? Eða eru all­ar þess­ar sög­ur spunn­ar í sömu leiksmiðjunni?,“ spyr Jón.

Grein Jóns er hægt að lesa hér.