Frið­jón R Frið­jóns­son, framkvæmdastjóri og eigandi almannatengslafyrirtækisins KOM, birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir nýjustu ákvörðun Banda­ríkja­for­seta. Friðjón, sem situr einnig í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fulltrúi Suðvesturkjördæmis , segir í færslunni að það væri best fyrir Ís­lendinga að slíta sam­starfi við Banda­ríkja­stjórn vegna framkomu þeirra við bandamenn sína.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að hefja brottfluttning hermanna frá norðurhluta Sýrlands og greiða þar með leið fyrir árás tyrkneska hersins gegn herliði Kúrda.

„Grund­völlur að sjálf­stæði Ís­lands er myndaður á því að smá­þjóðir hafi sjálfs­á­kvörðunar­rétt,“ segir Frið­jón í sam­tali við Frétta­blaðið en hann segir að vegna þessa sé mikil­vægt að styðja við aðrar smá­þjóðir.

Segir ákvörðun Trumps vera algörlega óverjandi

„Ef á­kvörðun Trump í Kúrdistan er vís­bending um hvernig þessi Banda­ríkja­stjórn kemur fram við banda­menn er best að sleppa sam­starfi við þá ríkis­stjórn með öllu,“ segir í Face­book færslu Friðjóns en hann segir það hljóta vera tilefni til að lýsa sérstaklega yfir stuðningi við sjálfstæði Kúrda.

„Við eigum að gera meiri kröfur til annarra lýð­ræðis­þjóða eins og Banda­ríkjanna,“ segir Frið­jón og segir á­kvörðun for­setans um að vald­efla Tyrki á þennan hátt vera al­gjör­lega ó­verjandi. Hann segist ekki trúa öðru en að aðrir þing­menn séu sömu skoðunar og tekur sem dæmi að Vinstri græn hafi fjallað um mál­efni Kúrda fyrir nokkrum árum.

Ef ákvörðun Trump í Kúrdistan er vísbending um hvernig þessi Bandaríkjastjórn kemur fram við bandamenn er best að sleppa...

Posted by Friðjón R Friðjónsson on Monday, October 7, 2019