Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisnar, segir að nýjar breytingar á sótt­vörnum séu „hænu­skref í rétta átt“.

Í færslu sem hann birtir á Face­book-síðu sinni segir hann að það hefði mátt ganga lengra og að erfitt sé að rétt­læta 50 manna sam­komu­tak­mörkun á sama tíma og inn­lagnar­hlut­fall er í kringum 0,1 prósent.

„Það hafa verið þrír á gjör­gæslu að jafnaði frá ára­mótum og tölur frá því gær segja að 20 hafi legið á spítalanum vegna Co­vid, þótt fleiri hafi vissu­lega verið með Co­vid en verið inni­liggjandi af öðrum á­stæðum. Ná­granna­lönd okkar eru að ganga enn lengra en við og eru sum hver að af­létta öllu. Það er því ó­hætt að segja að þessi af­léttinga­á­ætlun valdi von­brigðum,“ segir hann í færslunni sem má lesa hér að neðan.

Breyttar reglur taka gildi á miðnætti

Tilkynnt var í dag í Safnahúsinu að breyttar reglur taka gildi á miðnætti. 50 mega koma saman og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Þá verður enn grímuskylda. Vonast er til þess að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum á sex til átt vikum.